Fólk er að rísa upp – vertu með!
Frétt
20.02.2020
Í desember í fyrra gengu fleiri í Sósíalistaflokkinn en áður hafði gerst í einum mánuði frá stofnun. Það met var slegið í janúar.
Og þótt enn sé nokkuð eftir af febrúar er það met fallið.
Um helgina gengu fleiri í flokkinn en kosningahelgina 2018, þegar Sósíalistaflokkurinn fékk fleiri atkvæði í Reykjavík en Framsókn, VG, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn.
Fólk er að rísa upp.
Það er að myndast öflug, sterk og vel skipulögð hreyfing almennings sem ætlar sér að taka völdin af auðvaldinu og móta samfélagið eftir þörfum og væntingum fjöldans en ekki aðeins hinna fáu ríku og valdamiklu.
Vertu með. Skráðu þig hér. Þú getur líka hringt í síma flokksins: 8217515