Sósíalistar safna í kosningasjóð

Ritstjórn Frétt

Sósíalistaflokkurinn hefur sent út valgreiðslukröfu á alla félagsmenn sína með beiðni um kr. 5.000,- framlag í kosningasjóð Sósíalistaflokksins. Framlagið er valkvætt, kröfur þeirra sem ekki vilja eða geta lagt til kosningasjóðsins munu hverfa í sumarlok án allra eftirmála.

Þar sem Sósíalistaflokkurinn er ungur flokkur mun hann þurfa að heyja langa kosningabaráttu til að kynna áherslur sínar, stefnu og markmið, og frambjóðendur þegar nær dregur kjördegi. Við þurfum því að eiga smá sjóð til að auglýsa fyrir, leigja fundaraðstöðu, borga kostnað við uppákomur og annað sem til fellur. Kosningasjóðurinn mun ekki borga neinum laun, aðeins greiða fyrir útlagðan kostnað. Framlag þitt skiptir miklu máli.

Ef þú vilt leggja meira til kosningasjóðsins þá er kennitala flokksins 560914-0240 og reikningsnúmer kosningasjóðsins er 1110-26-5611.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram