Samtal um dómsmál 2
Frétt
15.08.2020

Um síðustu helgi fékk málefnastjórn sósíalistaflokksins 3 einstaklinga til að ræða um sína sýn og reynslu af íslenskum dómsmálum.
Þetta var gert vegna þess að hópur slembivalinna sósíalista er nú að hefja vinnu á gerð stefnu flokksins í dómsmálum.
Annar tók til máls Bjarki Magnússon fyrir hönd Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun.
Hann talar um meðal annars möguleika fanga á betrun og/eða skort þar á.
Afstaða hefur til dæmis lagt áherslu á að skoða það sem gert hefur verið í Noregi, en þeir hafa breytt betrunarkerfi sínu svo um munar og eru önnur lönd farin að líta þangað til reynslu.
Þann fund má sjá hér:
Samtal um dómsmál – Bjarki Magnússon