Af fyrrihluta aðalfundar Sósíalistaflokks Íslands
Frétt
31.10.2020
Á fyrri hluta aðalfundar Sósíalistaflokks Íslands, sem haldinn var á zoom vegna samkomubanns, var samþykkt að flytja lögheimili flokksins að Bolholti 6, 105 Reykjavík, þar sem verður í framtíðinni félagsmiðstöð flokksins, Maístjörnunnar og ýmissa félaga sem hún styrkir og styður.
Þá var samþykkt að árgjald flokksins fyrir 2019 verði það sama og fyrir 2018, 5 þús. kr. Árgjaldið er valkvætt, þeir félagar sem ekki geta greitt það halda öllum sínum félagsréttindum.
Á fundinum voru reikningar flokksins fyrir 2018 kynntir en starfið var rekið með 1,7 m.kr. afgangi það ár.
Að þessum málum afgreiddum var fundi frestað þar til samkomubanni verður aflétt. Framhaldsaðalfundur verður þá á Sósíalistaþingi, sem boðað verður þegar takmörkunum á fundahaldi renna út.