Baráttan um Ísland: Sósíalistarútan á leið norður og austur

Ritstjórn Frétt

Fundaferð sósíalista um landið heldur áfram eftir vellukkaða fundi á Suðurnesjum, Akranesi, Snæfellsnesi, Patreksfirði, Ísafirði og Hólmavík.

Rætt hefur verið um hvað kosningarnar í haust muni snúast. Hvað brennur á fólki víða um land? Og hvaða tilboð til kjósenda munu sósíalistar leggja fram? Yfirskrift fundanna er Baráttan um Ísland. Verður landið verstöð hinna auðugu eða getur almenningur náð völdum og byggt hér upp gott og fagurt samfélag?

Næstu fundir eru þessir:

Fimmtudaginn 3. júní: Fundur kl. 17 í Búnaðarsambandssalnum á Blönduósi og kl. 20 Kaffi Bjarmanes á Skagaströnd. Sjá viðburði á Facebook: Baráttan um Ísland byrjar á Blönduósi og Baráttan um Ísland byrjar á Skagaströnd.

Föstudaginn 4. júní: Fundur kl. 19 í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Sjá viðburð á Facebook: Baráttan um Ísland byrjar á Hvammstanga.

Laugardagurinn 5. júní: Fundur kl. 12 í Sauðárkróksbakaríi. Klukkan 15 verða sósíalistar síðan í heita pottinum í sundlauginni við Hofsós og síðan verður haldið til Ólafsfjarðar þar sem eru mikil hátíðarhöld í tilefni sjómannadagsins.

Sunnudagurinn 6. júní: Fundur kl. 12 í Hofi á Akureyri (sjá viðburð á Facebook: Baráttan um Ísland hefst á Akureyri) og annar fundur kl. 20 í sal verkalýðsfélagsins Framsýnar á Húsavík (sjá viðburð á Facebook: Baráttan um Ísland hefst á Húsavík).

Mánudagurinn 7. júní: Eftir dvöl á Húsavík er haldið austur á Kópasker, Raufarhöfn og Þórhöfn og rætt við sósíalista og aðra íbúa.

Þriðjudagurinn 8. júní: Komið við á Bakkafirði, fundað á Öldunni á Vopnafirði í hádeginu og á Egilsstöðum um kvöldið (sjá viðburð á Facebook: Baráttan um Ísland byrjar á Egilsstöðum

Miðvikudagurinn 9. júní: Borgarfjörður eystri heimsóttur í hádeginu og fundað á Neskaupsstað um kvöldið.

Fimmtudagurinn 10. júní: Seyðisfjörður heimsóttur í hádeginu og fundað á Reyðarfirði um kvöldið.

Föstudagurinn 11. júní: Fundað á Fáskrúðsfirði í hádeginu og komið við á Stöðvarfirði og Djúpavogi í eftirmiðdaginn.

Laugardagurinn 12. júní: Fundað á Höfn kl. 11 og á Vík kl. 17

Sunnudagurinn 13 júní: Fundað á Hótel Selfoss kl. 13

Allir sósíalistar og annað áhugafólk um réttlæti og jöfnuð eru hvött til að mæta á fundina eða hitta á sósíalistarútuna á leið hennar um landið.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram