Heilbrigð fjárhagsstaða grasrótarflokks

Framkvæmdastjórn Frétt

Ársreikningur Sósíalistaflokksins einkennist af ráðdeildarsemi grasrótarsamtaka sem eru rekin af framlagi félagsfólks, fjárframlögum en ekki síður sjálfboðaliðastörfum. Vegna kórónafaraldursins var minna um fundahöld á árinu og þar sem kostnað vegna þeirra, en á síðari hluta ársins tók flokkurinn þátt í að gera upp leiguhúsnæði Vorstjörnunnar, fyrst og fremst með miklu framlagi nokkurra sjálfboðaliða en að hluta með kaupum á efni.

Tekjur Sósíalistaflokksins voru annars vegar félagsgjöld og framlög frá einstaklingum upp á 3.645.853 kr. og hins vegar styrkur frá Reykjavíkurborg upp á 1.647.865 kr. Sá styrkur var færður til ráðstöfunar hjá Vorstjörnunni, styrktarsjóð sem styður hin verr settu í að byggja upp og reka hagsmunabaráttu sína í skipulögðum hópum, félögum og samtökum, og rann styrkurinn frá Reykjavíkurborg því ekki inn í starfsemi flokksins. Sósíalistaflokkurinn fékk enga styrki frá fyrirtækjum á árinu 2020.

Útgjöld flokksins voru 2.303.926 kr. og skiptust á milli kostnaðar við lagfæringar á leiguhúsnæði Vorstjörnunnar í Bolholti 6, kostnað við fundarhöld á fyrsta ársfjórðungi, venjulegan skrifstofu- og innheimtukostnað og auglýsingar og kynningar. Allt starf í flokknum er unnið í sjálfboðavinnu og greiddi flokkurinn engin laun eða þóknanir fyrir starf einstaklinga. Útlagður kostnaður er kaup á vörum og þjónustu af utanaðkomandi aðilum.

Tekjuafgangur var 2.996.382 kr. á árinu 2020.

Eignir flokksins voru fyrst og fremst handbært fé, sem var í árslok 2020 kr. 4.157.557, og áhöld og tæki, kr. 279.945. Vorstjarnan, sem fékk sjálfstæða kennitölu í vor var gerð upp með flokknum 2020. Handbært fé sjóðsins var í árslok kr. 2.635.546 Samkvæmt reikningi voru eignir flokks og Vorstjörnu því kr. 7.473.048.

Sósíalistaflokkurinn skuldar sama og ekkert. Skammtímaskuldir voru 24.542 kr. um áramótin. Eigið fé sem hlutfall af heildareignum er 99,6%.

Sem fyrr segir einkennist starf Sósíalistaflokksins af sjálfboðaliðastörfum hugsjónafólks. Ársreikningur flokksins gefur því ekki glögga mynd af starfsemi flokksins, sýnir aðeins peningahliðina. Á bak við hana er hins vegar margfalt verðmætara starf sjálfboðaliða sem ekki er fært í fjárhagsbókhaldið.

Hér má lesa reikninginn: Ársreikningur 2020

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram