Masterclass í aktivisma: Hörður segir sína sögu

Menntakommúnan Frétt

Sósíalíska menntakommúnan stendur fyrir mörgum nýjum fyrirlestrum og námskeiðum á vorönn. Það fyrsta byrjar kl. 14 laugardaginn 15. janúar og kallast Masterclass í aktívisma. Það fer þannig fram að annan hvern laugardag segir ein baráttumanneskja frá sinni baráttu, reynslu og markmiðum og hvaða áhrif baráttan hefur haft á hana sjálfa og samfélagið. Hörður Torfason, leikari, söngvaskáld og baráttumaður er fyrsti fyrirlesarinn. Þann 29. janúar kemur Sema Erla Serdar, þann 12. febrúar Sóley Tómasdóttir og svo annað baráttufólk annan hvern laugardag til vors.

 

Námskeiðin fara fram í Bolholti 6, félagsmiðstöð Vorstjörnunnar, og á netinu, en framsögu og umræðum verða sendar út á vegum Samstöðvarinnar. Fólk getur því komið í Bolholti meðan húsrúm leyfir eða fylgst með á Samstöðinni.

 

Pólitísk og öll samfélagsbarátta er persónuleg. Baráttufólk verður sjálft að vopni og tæki til ná athygli og beina henni markvisst að árangri. Besta leiðin til að skynja eigin baráttu og meta stöðu sína er að spegla sig í þeim sem hafa barist og náð árangri. Þessir fyrirlestrar og umræður er því valdeflandi fyrir fólk sem vill láta til sín taka og taka þátt.

 

Þau sem vilja taka þátt á staðnum eða á Netinu ættu að skrá mætingu á viðburðinn á Facebook hér: Masterclass í aktívisma: Hörður Torfason

 

Hörður sagði frá baráttusögu sinni við Rauða borðið fyrir skömmu. Þann þátt má horfa á hér:

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram