Nýir þættir á Samstöðinni

Ritstjórn Frétt

Í þessari viku byrja nokkrir nýir þættir á Samstöðinni, t.d. þáttur um leigjendamál, málefni pólskra innflytjenda, sósíalisma um víða veröld, verkalýðsmál og menningu. Þeim sem vilja fylgjast með líflegri umræðu í þessum þáttum, sem og eldri þáttum, skal bent á Vef Samstöðvarinnarsíðu Samstöðvarinnar á youtube og síðu Samstöðvarinnar á Facebook. Efni samstöðvarinnar dreifist frá manni til manns og því er mikilvægt að þau sem vilja aðstoða við uppbyggingu dagskrár samstöðvarinnar dreifi efninu og láti vini og vandamenn vita af þeirri öflugu umræðu sem fram fer í þáttunum.

Þau sem vilja styrkja Samstöðina fjárhagslega geta gengið í Alþýðufélagið hér: Skráning. Félagar í Alþýðufélaginu leggja til 1.250 kr. mánaðarlega til dagskrárinnar. Þau sem vilja geta borgað meira. Alþýðufélagið er sjálfstætt félag með sjálfstæðri stjórn og það að markmiði að efla og styrkja róttæka samfélagsumræðu á Íslandi.

En nýjustu þættirnir eru þessir:

Leigjandinn, alla þriðjudaga kl. 21

Guðmundur Hrafn Arngrímsson segir fréttir af baráttu leigjenda hér heima og erlendis og ræðir við fólk um húsnæðismarkaðinn, stöðu leigjenda og skipulagða baráttu þeirra hérlendis sem og í helstu nágrannalöndum.

PoloCockta, alla þriðjudaga kl. 22

Agnieszka Sokolowska stýrir umræðum á pólsku um málefni pólskra innflytjenda á Íslandi, íslenskt samfélag og pólsk stjórnmál.

Ögurstund, annan hvern miðvikudag kl. 21

Eldrauð samræða um auðlinda- og umhverfismál. Oddný Eir Ævarsdóttir spyr upp á nýtt með hjálp Ásgeirs Brynjars Torfasonar og annarra góðra þátttakenda.

Sósíalistar allra landa, alla miðvikudaga kl. 22

Í þessari þáttaröð verður rætt við sósíalista og róttækt fólk um allan heim um það sjálft, baráttu þess, þær hreyfingar sem það starfar innan og mat þeirra á stöðu hinnar sósíalísku baráttu á 21. öldinni. Mímir Kristjánsson, þingmaður Rødt í Noregi, er fyrsti gesturinn. Umsjónarmenn eru Páll H. Hannesson, Guðmundur Auðunsson og Viðar Þorsteinsson.

Vinnuskúrinn, alla laugardaga kl. 10

Gunnar Smári Egilsson tekur á móti fólki úr verkalýðshreyfingunni og öðrum almannasamtökum og ræðir við það um baráttuna en einnig um fréttir vikunnar og vettvang dagsins.

Masterclass í akívisma, annan hvern laugardag kl. 14

Þetta er námskeið sem sent er út á Samstöðinni, í hvert sinn kemur ein baráttumanneskja og segir frá sinni baráttu og hvaða áhrif hún hefur á haft á hana sjálfa og samfélagið. Á eftir gefst gestum og áhorfendum færi á að spyrja og spjalla. Hörður Torfason ríður á vaðið 15. janúar.

Menningarsmygl, alla sunnudaga kl. 17

Ásgeir H. Ingólfsson sér um samtalsþátt um bækur og bíó. Í fyrsta þættinum verður rætt um jólamynd Netflix Don’t Look Up! sem vakið hefur mikið umtal.

Auk þessara þátta halda eldri þættir áfram. Svo sem:

Rauða borðið, alla mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 20

Við rauða borðið er rætt um allt milli himins og jarðar, stundum við einn gest en stundum við fjölmarga, suma daga um eitt málefni en aðra um hitt og þetta, en umræðan er alltaf áhugaverð. Gunnar Smári Egilsson stýrir þættinum.

Rauður raunveruleiki, alla mánudaga kl. 21

Karl Héðinn Kristjánsson, Ísabella Lena Borgarsdóttir og Trausti Breiðfjörð sjá um Rauðan raunveruleika, allt undir sósíalistar. Þau skoða samfélagið í þáttunum og fá til sín gesti.

Hin Reykjavík, þriðjudaga og föstudaga kl. 17

Sanna Magdalena Mörtudóttir og Laufey Ólafsdóttir bregða upp á líf þeirra sem búa við verstu aðstæðurnar, vinna erfiðustu vinnu og glíma við mesta vandann í Hinni Reykjavík, fólk sem oft er hulið í umfjöllun annarra fjölmiðla.

Work in Progress, oft á laugardögum kl. 16

Jeffrey Guarino og Sante Feaster ræða um stöðu afríkanskra Íslendinga, fólks sem er brúnt á hörund, um rasisma og stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi, en ekki síður um stöðu fólks sem eru ekki innflytjendur en samt brúnir.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram