Framboð sósíalista í borginni – Atli Gíslason
Sögur
29.04.2022
„Ég heiti Atli og er 22 ára. Ég er Formaður Ungra Sósíalista og vinn sem Tölvunarfræðingur. Ég fæddist hér en ólst upp í́ Belgíu og Bandaríkjunum, og flutti svo aftur heim til Íslands til þess að stunda nám við Háskólann í Reykjavík.
Ég er sósíalisti og trúi að við búum í samfélagi byggt á ójöfnuði. Þar sem kerfinu er stjórnað af og þjónar þeim valdamestu og ríkustu. Þar sem kerfið er ójafnt, þar sem tækifærin eru ójöfn og þar sem þau sem ekkert eiga eru neydd til að leigja sig út til að „vinna sér inn“ þann rétt sem er matur, húsnæði og mannsæmilegt líf (ef launin nægja í svo mikið, það er að segja).
Ég trúi á mannkynið og trúi að við getum gert betur. Ég vil samfélag þar sem hver og einn getur fundið tilgang í lífinu, haft áhrif í kringum sig, lifað án kúgunar og gert allt þetta óháð hverfi eða skattþrepi fjölskyldunnar sem hann fæðist í. Til að skapa þetta samfélag, þarf að gera tækifærin jöfn, sem fellst í að gera umhverfið einstaklingsins og kerfið sem hann lifir í eins jafnt og hægt er.
Mín helsta ástríða liggur í samgöngum. Ferðafrelsi er mannréttindi en sá réttur hefur stóran kostnað. Af öllum lausnum ferðafrelsis hefur Reykjavík valið einkabílinn og sett hann í forgang yfir almenningssamgöngur í gegnum árin. Einkabíllinn er hins vegar hræðileg lausn til að efla ferðafrelsi. Kostnaðurinn liggur hjá ríkinu, borginni og hjá almennum borgurum; og þessi kostnaður er alls ekki lítill, sérstaklega fyrir venjulegt fólk. Kaup og viðhald á bíl, tryggingar og bensínkostnaður skapa saman himinháa upphæð. Mótsögnin liggur nú líka hér galopin fyrir framan okkur: með því að festa svona háan kostnað við að ferðast eru þetta engin mannréttindi lengur.
Því miður er þetta ekki eina svona dæmið í Reykjavík. Skólagjöld, tómstundagjöld, og þjónustugjöld fela mörg réttindi bakvið háan kostnaðarmúr sem erfitt er að klífa með lágum launum. Eflum gjaldfrjálsar almenningssamgöngur, fjarlægjum gjöld sem bitna á þeim fátæku og eykum jöfnuð. xJ: x við Jöfnuð.“ (ljósmynd: Ómar Sverrisson)
Atli Gíslason býður sig fram fyrir Sósíalista í Reykjavík þann 14. maí. #sannaReykjavík #xJ