Framboð Sósíalista í borginni – Bára Halldórsdóttir

Laufey Sögur

Ég heiti Bára Halldórsdóttir og ég er 46 ára aktivisti, listakona, mamma og amma. Ég ólst upp í Kópavogi og átti ágæta barnæsku en er nú búsett í Reykjavík og er langveikur öryrki.

Ég þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi sem heitir Behcet’s, en ég vann alveg til 25 ára aldurs, eða þangað til ég veiktist. Núna berst ég fyrir réttindum mínum og annarra til þess að lifa sjálfstæðu lífi þrátt fyrir fötlun og veikindi. Ég er í Sósíalistaflokknum vegna þess að þar er barist fyrir slíkum réttindum sem er almennt lítil þekking á í samfélaginu.

Sjálf hafði ég ekki hugmynd áður en ég veiktist, um allt það sem við þurfum að ganga í gegnum ef við erum fötluð eða veik. Það þarf að sækja um alls konar, það er bið, það er alls konar sem ég á rétt á en fæ ekki, oft er erfitt að sækja um og það er hvergi gert ráð fyrir manni. Það er því mjög nauðsynlegt að gera þessar róttæku kerfisbreytingar sem Sósíalistaflokkurinn boðar.

Það er auðvelt að vera Sósíalisti þegar maður horfir á áhersluatriði Sönnu í borgarstjórn síðustu 4 ár og hversu ötullega hún hefur unnið að okkar málum. Það er svo ótrúlega mikilvægt að hafa fólk sem raunverulega hefur upplifað jaðarsetningu, fátækt og útskúfun í valdastöðu, þar sem það getur haft bein áhrif á stefnumótun. Sanna þekkir þessa hluti á eigin skinni og hún berst af heilindum og ástríðu og það er svo ótrúlega mikilvægt.

Bára Halldórsdóttir býður sig fram fyrir Sósíalista í Reykjavík þann 14. maí.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram