Borgarfulltrúar leggja til að kallað verði eftir ábendingum borgarbúa varðandi þjónustu borgarinnar 

Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins Frétt

Borgarstjórnarflokkur Sósíalistaflokksins leggur fram eftirfarandi tillögu í borgarstjórn þriðjudaginn 21. janúar 2025. Hægt er að fylgjast með fundinum rafrænt hér: https://reykjavik.is/borgarstjorn-i-beinni
eða mæta á pallana í Ráðhúsinu og fylgjast með. Borgarstjórnarfundurinn hefst kl. 12:00.

Tillaga um að kalla eftir ábendingum borgarbúa varðandi þjónustu borgarinnar
Lagt er til að ábendingavefur borgarinnar verði auglýstur með það að markmiði að leitast við að fá inn ábendingar íbúa um það sem megi bæta í þjónustu borgarinnar. Eða ef það er eitthvað sérstaklega jákvætt sem mætti auka. Markmiðið verði að senda út skilaboð um að borgarstjórn vilji heyra frá borgarbúum og auglýsa vel hvernig megi koma skilaboðum áleiðis. Síðan verði  unnið skipulega úr þeim athugasemdum sem berast svo að borgarfulltrúar geti kynnt sér þær. Á sama tíma verði auglýst vel hvernig megi koma ábendingum áleiðis bréfleiðis ef viðkomandi kýs slíkt fram yfir rafrænar lausnir. Lagt er til að um verði að ræða sérstakt átak sem standi fyrst um sinn yfir í mánuð, t.a.m. að auglýst verði vel fyrir febrúarmánuð að verkefnið sé að fara í gang og ábendingum safnað saman þegar mánuðurinn hefur runnið sitt skeið. Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu og þjónustu- og nýsköpunarsviði verði falið að halda utan um verkefnið og meta hvernig best sé að auglýsa það.  Auglýsingar um verkefnið og notendaviðmótið verði á nokkrum tungumálum. Ábyrgðarsviðum verði falið að meta hvort nýta eigi núverandi ábendingavef borgarinnar eða hvort þörf sé á öðru kerfi til að taka á móti ábendingum.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram