Aðalfundur Sósíalista verður 24. maí
Frétt
29.04.2025

Aðalfundur Sósíalistaflokks Íslands verður haldinn laugardaginn 24. maí í Vorstjörnunni – Alþýðuhúsi í Bolholti 6. Fundurinn verður aðgengilegur á zoom, fyrir þau sem eiga ekki heimangengt.
Dagskrá fundarins er samkvæmt lögum félagsins þessi: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Skýrsla Framkvæmdastjórnar lögð fram. 3. Reikningar lagðir fram til samþykktar. 4. Lagabreytingar. 5. Ákvörðun félagsgjalds. 6. Kosning Framkvæmdastjórnar og annarra stjórna sem kveðið er á um í Skipulagi. 7. Önnur mál.
Dagskrá og tilhögun fundarins verður nánar kynnt með fundarboði til félaga.
Frumvörp um lagabreytingar þarf að senda út með fundarboði ekki seinna en tveimur vikum fyrir fundinn. Þau sem vilja leggja fram lagabreytingar þurfa því að senda þær á xj@xj ekki seinna en á hádegi fimmtudaginn 8. maí svo tryggt sé að tillögurnar berist með fundarboðinu.
Allir félagar í Sósíalistaflokknum eru kjörgengir í stjórnarkjöri og eru félagar hvattir til að gefa sig fram til starfa.