Hvað vilja sósíalistar gera?

Tilkynning Frétt

Félagsfundur Sósíalistaflokks Íslands um boðaðar þingkosningar verður á þriðjudaginn næsta, 19. September, klukkan sex síðdegis í Rúgbrauðsgerðinni við Borgartún 6. Húsið opnar klukkan fimm. Kaffi og te í boði.

Á stofnfundi flokksins 1. maí var bráðabirgðastjórn falið að hefja vinnu við mótun ítarlegri stefnu flokksins, þróa innra starf hans og undirbúa sósíalistaþing í lok október. Þá var ekki gert ráð fyrir kosningum í haust. Nú þarf flokksfólk að koma saman og gefa upp hvað þau vilja gera varðandi kosningarnar og hvað þau vilja að flokkurinn geri.

Allir flokksmenn eru hvattir til að mæta og leggja til umræðunnar um stöðu sósíalismans í þessum kosningum og taka þátt í ákvörðun um stöðu flokksins.

Hér má sjá upplýsingar um fundinn á Facebook:
https://www.facebook.com/events/1091746494295861/

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram