Ágúst: Þetta er ekkert annað en nútíma þrælahald

Hinn Kópavogur

11. Ágúst V. Jóhannesson
Hinn Kópavogur

Ég er alinn upp af róttækum vinstri mönnum og á mínu heimili var ekki haldið uppi öðrum skoðunum. Pabbi og mamma voru og eru miklir sósíalistar enn þann dag í dag.
Ég er 29 ára, kem frá Ólafsvík og ég man eftir mér fjögurra ára á skrifstofu Alþýðubandalangsins í bænum. Ég á þrjár eldri systur og það er sama sagan þar. Við erum öll frekar róttæk sem betur fer.

Foreldrar mínir eru verkafólk og það var ekki mikill peningur á heimilinu og stundum vorum við fátæk þannig að það er kannski ekki skrítið að við systkinin séum líka róttæk eftir að hafa prófað fátækt á eigin skinni. Ég veit hvað það er að vera fátækur. Maður gat ekki veitt sér ýmislegt sem mörg önnur börn gátu veitt sér og því fylgdi skömm.

Pabbi og mamma lentu verðbólgusprengjunni 1980 og hafa alla tíð þurft að súpa seyðið af því. Núna er fátæktin hins vegar farin að grassera út um allt og vel sjáanleg og það versta er að það er eins og fátæktin sé samþykkt í samfélaginu. Margir í millistéttinni berjast nú í bökkum og eiga erfiðara með að halda sínum lífsstandard.

Ójöfnuður er orðinn svo mikill að manni svíður. Fyrirtæki vaða hér uppi, borga lúsarlaun og stunda jafnvel þrælahald. Ég veit jafnframt til þess að fyrirtækið GAMMA sem er þekktast fyrir að vera á húsnæðismarkaði, en er líka starfsmannaleiga. Fyrirtækið flytur inn erlent vinnuafl og þá aðallega fólk frá Austur-Evrópu. Þessu fólki er holað inn í eitthvað húsnæði sem GAMMA á, þar eru kannski tveir saman í litlu herbergi. Starfsmannaleigan hirðir svo nánast öll launin af fólkinu sem vinnur ofsalega mikið. Þetta er ekkert annað en þrælahald sem er búið að nútímavæða. En þetta hef ég séð með eigin augum í veitingabransanum þar sem ég er kokkur.

Mig langaði alltaf í kokkanám en hafði ekki aðstöðu til að mennta mig því ég átti ekki peninga til þess að flytja frá Ólafsvík. Það er mjög erfitt fyrir börn verkafólks úti á landi að sækja sér menntun í bænum því það þarf að setja upp annað heimili. Það var svo árið 2007 sem ég flutti í Kópavoginn eftir að ég kynntist konunni minni. Þá ákvað ég að fara í matreiðslunámið og lauk því ásamt stúdentsprófi. Í dag er ég svo heppinn að foreldrar konu minnar leigja okkur fjölskyldunni íbúð á hagstæðum kjörum.

Kópavogsbær rekur grimma láglaunastefnu og borgar laun langt undir viðmiðum um grunnframfærslu en það sé ég á launaseðli konunnar minnar. Það er auðvita skandall. Þessu verður að breyta. Til dæmis þarf ófaglært starfsfólk að vinna myrkranna á milli en nær samt ekki endum saman og það lifir í sárri fátækt. Það þarf að minnka launabilið og auka jöfnuð. Þá eru húsnæðismálin í Kópavogi í ólestri. Langflestir hafa alls ekki efni á að leigja á almennum leigumarkaði og bærinn verður að útvega leiguhúsnæði á hagstæðum kjörum.

Það er margt gott og starfsmenn leikskólanna og skólanna vinna af miklum metnaði svo maður er ánægður með það en allt það góða starf er unnið á allt of lélegum launum og við oft á tíðum við allt of þröngan kost. Við verðum að jafna kjörin og forgangsraða betur.

Ágúst Valves Jóhannesson er í framboði fyrir Sósíalistaflokk Íslands í Kópavogi #valdiðtilfólksins

Kjósið Sósíalistaflokkinn

Stefna

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram