Hungurgangan I: 23. febrúar
Frétt
23.02.2019
Fólk á lægstu launum, örorkulífeyri og eftirlaunum hefur ekki nægar tekjur til að lifa út mánuðinn. Þetta á við um tug þúsundir einstakinga og fjölskyldna. Það er þjóðarskömm.
Við mótmælum að fólki fái ekki laun og lífeyri sem dugar fólki til að framfleyta sér. Við mótmælum því að í einu af ríkustu samfélögum veraldar sé fólk dæmt til fátæktar, bjargarleysis, ótta og örvæntingar.
Vér mótmælum öll. Á Austurvelli laugardaginn 23. ferbrúar. Á þeim degi hafa þúsundir landsmanna stigið yfir hungurmörkin, eru búin með launin sín og lífeyri í febrúar, eiga ekkert eftir til að framfleyta sér út mánuðinn.
Meðal þeirra sem ávarpa hópinn er Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Láglaunafólk á leigumarkaði hefur eftir skatta, gjöld og húsnæðiskostnað aðeins efni á að framfleyra sér fram á eftirmiðdaginn 22. febrúar, sé miðað við markaðsverð á húsaleigu og framfærsluviðmið Umboðsmanns skuldara. Fyrir fulla vinnu fær það ekki laun sem duga til að halda sér á lífi út mánuðinn.
Einstæð móðir með tvö börn fær hærri húsnæðisbætur en einstaklingur og börnin fá barnabætur. Þetta dugar samt fjölskyldunni ekki lengur en fram til miðnættis föstudaginn 22. febrúar, sé miðað við markaðsverð á húsaleigu og framfærsluviðmið Umboðsmanna skuldara. Frá og með laugardeginum tekur hungurgangan við út mánuðinn, hjá móðurinni og börnum hennar.
Þau sem eru á lægsta örorkulífeyri eða eftirlaunum rétt ná fram á sunnudaginn 24. febrúar miðað við framfærsluviðmiðin og húsaleigu á leigumarkaði. Eftir það tekur hungurgangan við.
Fólk sem býr við þessara ömurlegu aðstæður er hvatt til að koma á Austurvöll og skila skömminni. Þau bera ekki ábyrgð á fátæktinni sem þau hafa orðið fyrir. Það er samfélagið sem ber ábyrgðina. Og það er til lausn; að hækka lægstu laun og lágmarks lífeyri og eftirlaun.
Fólk sem ofbíður þær aðstæður sem fólk á lægstu launum eru búnar er hvatt til að mæta á Austurvöll og sýna samstöðu með láglaunafólki, öryrkjum og eftirlaunafólki.
—
People that receive the lowest salaries, disability insurance, and pensions do not have enough income to live through the month. Tens of thousands of individuals and their families are in this same situation, which is a large part of this small population. Many foreigners living here are among them. This is a national shame.
We protest that people receive insufficient pay or pension to survive. We protest that in one of the richest societies in the world, people are forced to live in poverty, helplessness, fear, and desperation.
We will all protest this situation at Austurvöllur on Saturday the 23rd of February. On that day, many of us have gone over the hunger line – salaries and pensions from February are done and there is nothing left to get us through the month.
After rent, taxes, and fees, low-income renters can only afford to support themselves until the afternoon of the 22nd of February, based on current rental market rates and living costs as defined by the Debt Agency. For full-time work, people are not being paid enough to live out each month.
A single mother with two children receives higher housing compensation, in addition to a childhood allowance for each child, than an individual. This is still not enough for the family to live on past midnight on the 22nd of February, based on the same standards. From Saturday on through the rest of the month, the hunger march takes over for the rest of the month for the mother and her children.
Those on the lowest disability or retirement pensions just make it to Sunday, February 24th based on current market rates. After that, the hunger march begins.
People that live in these horrible situations, are encouraged to come to Austurvöllur and deliver this shame where it belongs. These people are not responsible for the poverty that they are forced to endure. It is our society that is to blame. And there is a solution: Raise the lowest wages and the minimum disability and disability pensions.
Those that resent the conditions that those with the lowest incomes must deal with are implored to meet at Austurvöllur and show your support for low wage earners, those with disabilities, and the retired.