Reykjarvíkurborg taki yfir óseldar íbúðir

Sanna Magdalena Mörtudóttir Frétt

Tillaga sósíalista um að nýta tómar íbúðir verður lögð fyrir á borgarstjórnarfundi á morgun og rædd:

Reykjavíkurborg samþykkir að leita til þeirra sem hafa komið að uppbyggingu og fjármögnun svokallaðra lúxusíbúða í miðborginni sem hafa ekki verið að seljast (t.a.m. íbúðir við Tryggvagötu 13). Markmið Reykjavíkurborgar verði að taka yfir eignarhaldið á þeim íbúðum á hagstæðu verði og nýta íbúðirnar til að útvega þeim í borginni sem eru í þörf fyrir húsnæði, örugga búsetu.

Aðilarnir sem standa að baki umræddum íbúðum hafa átt í erfiðleikum með að selja þær og miðað við efnahagsástandið sem nú blasir við okkur er ekki fyrirséð að íbúðirnar verði eftirsóttar á því verði sem þær eru á. Því er lagt til að Reykjavíkurborg leitist við að taka yfir íbúðirnar og gera þær aðgengilegar fyrir þá hópa samfélagsins sem eru í mestri þörf fyrir húsnæði.

Þá er einnig lagt til að Reykjavíkurborg skoði sama fyrirkomulag með stór hótel borgarinnar sem eru nú í byggingu og útfæri rýmin t.d. í námsmannagarða og hjúkrunarrými. Fjármála- og áhættustýringasviði verði falið að leita til þeirra sem hafa komið að fjármögnun og uppbyggingu ummræddra íbúða og eiga í viðræðum við þá fyrir hönd borgarinnar. Reykjavíkurborg samþykkir síðan að vinna með hagsmunaaðilum líkt og verkalýðshreyfingunni, Félagsbústöðum, Öryrkjabandalagi Íslands og Félagsstofnun stúdenta og samtökum eldri borgara um nýtingu íbúðanna.

Hér má sjá tillöguna með greinargerð: https://reykjavik.is/sites/default/files/skjol_borgarstjornarfundur/5_tillaga_j_ibudirdocx.pdf

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram