Framboð sósíalista í borginni – Ian McDonald
Sögur
19.04.2022
„Ég heiti Ian McDonald, 35 ára og er upprunalega frá Manchester. Ég ólst upp með tveimur eldri systrum, föður mínum sem var verkfærasmiður og móður minni sem var geðhjúkrunarfræðingur. Ég hef búið á Íslandi núna í tæp sjö ár og mun vonandi geta byrjað að sækja um íslenskan ríkisborgararétt síðar á þessu ári. Ég vinn við framleiðslu hjá Össur og hef verið að vinna þar í þrjú og hálft ár. Ég bý í Reykjavík með íslenskri kærustu minni og við erum að leigja íbúð af vini okkar á meðan við reynum að spara peninga til að kaupa okkar eigin íbúð.
Húsnæðisvandinn í Reykjavík er ein helsta ástæða fyrir því að ég býð mig fram til borgarstjórnar fyrir Sósíalistaflokkinn. Svo margir (ég þar með talinn) eru að borga meira en helming tekna sinna eftir skatta í leigu. Þrátt fyrir það þá er ætlast til þess að fólk geti séð fyrir fjölskyldu og hvaðeina samtímis því að safna fyrir innborgun í íbúð. Til að bæta gráu ofan á svart þá er sár skortur á ódýrum íbúðum á markaði sem að hækkar sífellt húsnæðisverð. Núverandi borgarstjórn virðist óhæf til þess að takast á við þennan vanda.
Nýjar íbúðir eru á óviðráðanlegu verði og enda oft á að vera keyptar upp af leigufélögum og þar af leiðandi er lítið framboð fyrir unga kaupendur með lítið bakland. Þar að auki er hugtakið „félagslegt húsnæði“ svæsið orð í íslenskum stjórnmálum og er ekki tekið að neinni alvöru. Mér finnst við vera löngu komin að vendipunkti húsnæðismarkaðarins og ég vil að borgaryfirvöld grípi strax til aðgerða til að bregðast við þessu.“
Ian McDonald býður sig fram fyrir Sósíalista í Reykjavík þann 14. maí. #sannaReykjavík