Burt með láglaunastefnu
Áætlanir
20.04.2022
Láglaunastefna verði lögð af í rekstri sveitarfélaga. Allri útvistun verði hætt og starfsfólk vinni beint fyrir sveitarfélagið. Útvistanir leiða eingöngu til lægri launa, verra starfsumhverfis og verri þjónustu við íbúana.
- Útvistun verði hætt í sveitarfélögum og í fyrirtækjum í eigu þeirra.
- Allt starfsfólk sveitarfélaga skal vinna beint hjá því en ekki hjá starfsmannaleigum eða undirverktökum né búa á annan hátt við skert réttindi.
- Kjör og starfsaðstæður skólastarfsfólks verði bætt fyrir börnin, ungmennin og starfsfólkið sjálft.
- Tryggt verði að kjör og starfsaðstæður þeirra sem starfi við umönnun séu góð.
- Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga verði hækkuð svo að hún dugi til að lifa mannsæmandi lífi. Fjárhæðin verði hækkuð þannig að fólk óháð búsetuformi og sambúðarformi fái mannsæmandi tekjur.