Óbreytt stefna milli ríkisstjórna

Kosningastjórn Tilkynning

Enga grundvallarstefnubreytingu er að finna í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Þegar litið er til núverandi stefnu og sáttmála fráfarandi ríkisstjórnar má sjá að um er að ræða meira og minna sömu stefnuna í húsnæðismálum, ríkisfjármálum og utanríkismálum. Sósíalistaflokkurinn ítrekar mikilvægi þess að tekjuöflun ríkissjóðs verði gerð réttlátari til þess að standa undir þeim breytingum sem þörf er á í íslensku samfélagi. Lífskjör landsmanna verða ekki eingöngu bætt með samstöðu um þau verkefni líkt og stendur í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar, heldur þarf að afla til tekna frá þeim allra auðugustu í sameiginlega sjóði til þess að geta boðið upp á bætt lífskjör. Slíkt er algjört lágmark svo að hægt sé að reka gott samfélag og tryggja almenna velferð í landinu.

 

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram