Kveikja – opið hús fyrir feminista og kvenréttindakonur um stöðu kvenna á Íslandi í dag
Tilkynning
17.01.2025
Næsta miðvikudagskvöld, 22. janúar, verður opið hús fyrir feminista og kvenréttindakonur í Vorstjörnu, Bolholti 6, í Reykjavík.
Húsið opnar kl. 19 og viðburðurinn stendur frá kl. 19:30-21:30
Tilefnið er að kveikja feminíska umræðu um stöðu kvenna í samfélaginu en í ár er hálf öld liðin frá því að konur á Íslandi lögðu niður launuð og ólaunuð störf sín, þann 24. október 1975, og í fyrsta sinn í sögunni er ríkisstjórn landsins leidd af þremur konum.
Kristín Heba , framkvæmdastjóri Vörðu, rannsóknarstofu vinnumarkaðarins, er fyrirlesari kvöldsins og segir frá niðurstöðum rannsóknar Vörðu sem kallast Ójöfnuður meðal kvenna í íslensku samfélagi, sem birtar voru sl. haust en rannsóknin byggir á könnun meðal kvenna á vinnualdri og greinir ýmis áhugaverð mynstur á milli ólíkra hópa kvenna á Íslandi, eins og tengsl launa og andlegrar líðan, líkamlegrar heilsu og menntun sem og umönnunarbyrði. Rannsóknir Vörðu kallast á við aðrar rannsóknir sem sýna að a.m.k. 40% kvenna verður fyrir ofbeldi og yfir 30% kvenna verður fyrir kynbundu áreiti á vinnustað, en allt samfélagið fer ekki varhluta af umræðu um kulnun kvenna og ótímabæra örorku.
Við vonumst til að sjá sem flestar ykkar,
Sara Stef. Hildardóttir
Rósa Guðný
Guðný S. Bjarnadóttir
Ólöf Tara
María Hjálmtýsdóttir
Þóra Kristín Þórsdóttir
Agnes Jónasdóttir
Laufey Líndal Ólafsdóttir
Sara Stef. Hildardóttir
Rósa Guðný
Guðný S. Bjarnadóttir
Ólöf Tara
María Hjálmtýsdóttir
Þóra Kristín Þórsdóttir
Agnes Jónasdóttir
Laufey Líndal Ólafsdóttir