Tillögur um lagabreytingar

Framkvæmdastjórn Tilkynning

Framkvæmdastjórn bárust fjórar tillögur um lagabreytingar sem lagðar verða fyrir Sósíalistaþing 24. maí.

Þær eru þessar, númeraðar I., II., III. og IV:

 

I. SKIPUN SAMVISKU
frá Framkvæmdastjórn

Ákvæði í núgildandi skipulagi:

Sósíalistaþing skal skipa slembivalda nefnd félagsmanna, Samvisku, sem hefur það hlutverk með höndum að efla umræðu og vitund um réttindi og skyldur félagsmanna, vandaða starfshætti, góð samskipti, virðingu fyrir persónum og jafnrétti milli einstaklinga í starfi flokksins auk þess að skera úr um ágreiningsmál sem þar geta komið upp og falla utan verksviðs Framkvæmdastjórnar …

Verði:

Sósíalistaþing felur Framkvæmdastjórn að slembivelja nefnd félagsmanna, Samvisku, sem hefur það hlutverk með höndum að efla umræðu og vitund um réttindi og skyldur félagsmanna, vandaða starfshætti, góð samskipti, virðingu fyrir persónum og jafnrétti milli einstaklinga í starfi flokksins auk þess að skera úr um ágreiningsmál sem þar geta komið upp og falla utan verksviðs Framkvæmdastjórnar …

 

II. KOSNINGASTJÓRN
frá Kosningastjórn

Ákvæði í núgildandi skipulagi:

Kosningastjórn

Kosningastjórn heldur utan um framboð Sósíalistaflokksins til Alþingis og sveitastjórna og sér um val á framboðslista með aðferðum sem samþykktar hafa verið á aðalfundi eða félagsfundi, mótar kosningastefnu byggða á stefnum flokksins og rekur kosningabaráttu til þings og sveitarstjórna.

Framboðslistar skulu samþykktir af sósíalistaþingi eða félagsfundi og kosningastefna af sameiginlegum fundi allra stjórna flokksins. Kosningastjórn getur myndað undirhópa og -stjórnir til að sinna kosningaeftirliti, kosningastjórn í einstökum kjördæmum og sveitarfélögum og aðra hópa ef þurfa þykir.

Kosningastjórn skal halda utan um stjórnmálaumræðu á vef flokksins, þjálfa upp talsfólk flokksins, efna til stjórnmálafunda og sinna umræðu um stefnu og áherslur Sósíalistaflokksins á breiðum vettvangi.

Kosningastjórn er kjörin á Sósíalistaþingi og skal skipuð 9 aðalmönnum og 4 til vara. Formaður Kosningastjórnar er kosinn sérstaklega á félagsfundi og er jafnframt pólitískur leiðtogi flokksins á sviði Alþingis og sveitastjórna. Að öðru leyti skiptir Kosningastjórn með sér verkum, velur sér varaformann, ritara og gjaldkera.

Innan kosningastjórnar starfar níu manna Uppstillingarnefnd framboðslista sem hefur það hlutverk að leggja til framboðslista fyrir þingkosningar í öllum kjördæmum fyrir félagsfund til samþykkar.

Uppstillingarnefnd tilnefnir tvo ábyrgðarmenn sem eru í forsvari fyrir nefndina.

Uppstillingarnefnd er heimilt að leggja sérstaklega til leiðtoga framboðslista og/eða framvarðarsveit framboðsins samkvæmt tillögum frá formanni Kosningastjórnar, sem jafnframt er pólitískur leiðtogi framboðsins.

Þau sem bjóða sig fram í Uppstillingarnefnd gangast undir að bjóða sig ekki fram í efstu fimm sæti framboðslista. Uppstillingarnefnd er heimilt að mynda undirhópa í einstökum kjördæmum og sveitarfélögum ef þurfa þykir.

Félagsfundur 2024 skilgreindi umboð Uppstillingarnefndar við kjör hennar: „Uppstillingarnefnd fyrir þingkosningar 2024 er kosin til að raða framboðslistum í öllum kjördæmum og leggja fyrir félagsfund. Nefndin tekur við tillögum pólitísks leiðtoga um skipan efstu þriggja frambjóðenda í hverju kjördæmi. Nefndin tekur við tilnefningum í önnur sæti frá öllum flokksmönnum og raðar frambjóðendum í öll sæti frá 4. sæti og neðar. Nefndin leggur tillögur um forystusveit í einu kjördæmi eða fleiri fyrir félagsfund og fullgerða lista eftir því sem þeir eru tilbúnir.“

 

Lagt til að eftirfarandi málsgreinar falli niður:

Innan kosningastjórnar starfar níu manna Uppstillingarnefnd framboðslista sem hefur það hlutverk að leggja til framboðslista fyrir þingkosningar í öllum kjördæmum fyrir félagsfund til samþykkar.

Uppstillingarnefnd tilnefnir tvo ábyrgðarmenn sem eru í forsvari fyrir nefndina.

og:

Félagsfundur 2024 skilgreindi umboð Uppstillingarnefndar við kjör hennar: „Uppstillingarnefnd fyrir þingkosningar 2024 er kosin til að raða framboðslistum í öllum kjördæmum og leggja fyrir félagsfund. Nefndin tekur við tillögum pólitísks leiðtoga um skipan efstu þriggja frambjóðenda í hverju kjördæmi. Nefndin tekur við tilnefningum í önnur sæti frá öllum flokksmönnum og raðar frambjóðendum í öll sæti frá 4. sæti og neðar. Nefndin leggur tillögur um forystusveit í einu kjördæmi eða fleiri fyrir félagsfund og fullgerða lista eftir því sem þeir eru tilbúnir.“

og að eitt orð falli úr þessari málsgrein:

Þau sem bjóða sig fram í Uppstillingarnefnd gangast undir að bjóða sig ekki fram í efstu fimm sæti framboðslista. Uppstillingarnefnd er heimilt að mynda undirhópa í einstökum kjördæmum og sveitarfélögum ef þurfa þykir.

 

Við bætast ein málsgrein:

Uppstillingarnefnd framboðslista hefur það hlutverk að leggja til framboðslista fyrir þing- og sveitarstjórnarkosningar í öllum kjördæmum fyrir félagsfund til samþykkar.

 

Kaflinn um Kosningastjórn í Skipulagi verði þá svona:

Kosningastjórn heldur utan um framboð Sósíalistaflokksins til Alþingis og sveitastjórna og sér um val á framboðslista með aðferðum sem samþykktar hafa verið á aðalfundi eða félagsfundi, mótar kosningastefnu byggða á stefnum flokksins og rekur kosningabaráttu til þings og sveitarstjórna.

Framboðslistar skulu samþykktir af sósíalistaþingi eða félagsfundi og kosningastefna af sameiginlegum fundi allra stjórna flokksins. Kosningastjórn getur myndað undirhópa og -stjórnir til að sinna kosningaeftirliti, kosningastjórn í einstökum kjördæmum og sveitarfélögum og aðra hópa ef þurfa þykir.

Kosningastjórn skal halda utan um stjórnmálaumræðu á vef flokksins, þjálfa upp talsfólk flokksins, efna til stjórnmálafunda og sinna umræðu um stefnu og áherslur Sósíalistaflokksins á breiðum vettvangi.

Kosningastjórn er kjörin á Sósíalistaþingi og skal skipuð 9 aðalmönnum og 4 til vara. Formaður Kosningastjórnar er kosinn sérstaklega á félagsfundi og er jafnframt pólitískur leiðtogi flokksins á sviði Alþingis og sveitastjórna. Að öðru leyti skiptir Kosningastjórn með sér verkum, velur sér varaformann, ritara og gjaldkera.

Uppstillingarnefnd framboðslista hefur það hlutverk að leggja til framboðslista fyrir þing- og sveitarstjórnarkosningar í öllum kjördæmum fyrir félagsfund til samþykkar.

Uppstillingarnefnd er heimilt að leggja sérstaklega til leiðtoga framboðslista og/eða framvarðarsveit framboðsins samkvæmt tillögum frá formanni Kosningastjórnar, sem jafnframt er pólitískur leiðtogi framboðsins.

Þau sem bjóða sig fram í Uppstillingarnefnd gangast undir að bjóða sig ekki fram í efstu sæti framboðslista. Uppstillingarnefnd er heimilt að mynda undirhópa í einstökum kjördæmum og sveitarfélögum ef þurfa þykir.

 

III. SVÆÐISFÉLÖG
frá Jóni Þór Sigurðssyni fyrir hönd félaga í Norðausturkjördæmi

Ákvæði í núgildandi skipulagi:

Sellur og Félagastjórn

Sósíalistaflokkur Íslands leitast við að halda sem öflugustum tengslum við félagsmenn sína og styðja þá í reglulegri virkni og ábyrgðarstörfum innan flokksins. Til að anna þessu hlutverki skipar Sósíalistaþing Félagastjórn.

Félagastjórn starfrækir „Sellur“ sem félagsmenn á tilteknu búsetusvæði tilheyra sjálfkrafa. Félagastjórn virkjar, styður og mótar starf Sellanna eftir þörfum. Sellurnar efla tengsl flokksins við félagsmenn og nærsamfélög þeirra og skulu leitast við að halda reglulega fundi og bjóða þar nýja félagsmenn sérstaklega velkomna. Sellur skulu einnig leita leiða til að afla nýrra félagsmanna.

Heimilt er að varpa spurningum sem varða ákvarðanir flokksins til Sellanna.

Framkvæmdastjórn skal veita Félagastjórn aðgang að félagaskrá og upplýsa hana reglulega um skráningu nýrra félagsmanna.

Félagastjórn er kjörin á Sósíalistaþingi og skal skipuð 9 aðalmönnum og 4 til vara. Hún skiptir sjálf með sér verkum en skal hafa innanborðs formann, varaformann og ritara. Sósíalistaþing getur tekið ákvörðun um að úthluta fé til Félagastjórnar til að standa straum af kostnaði á borð við leigu fundarhúsnæðis og kaffiveitingar. Skal þá Félagastjórn skipa sér gjaldkera, sem stendur skil á fjárhagsuppgjöri til gjaldkera Framkvæmdastjórnar.

Verði:

Svæðisfélög og Félagastjórn

Í Sósíalistaflokknum skulu vera starfrækt Svæðisfélög. Svæðisfélag skal aldrei vera minna en eitt sveitarfélag og getur náð yfir nokkur sveitarfélög innan kjördæmis. Svæðisfélög kjósa sér svæðisstjórnir með formanni, ritara og gjaldkera. Svæðisfélög innan kjördæmis skulu mynda kjördæmaráð sem hefur það hlutverk að halda utan um alþingiskosningar. Félagar hafa atkvæðisrétt og eru aðilar að þeim svæðisfélögum þar sem þeir hafa lögheimili eða aðsetur en njóta málfrelsis og tillöguréttar á fundum allra svæðisfélaga. Fjárveitingar til svæðisfélaga skulu taka tillit til fjölda félagsmanna, verkefna og fjárhagsstöðu flokksins að hverju sinni.

Sósíalistaflokkur Íslands leitast við að halda sem öflugustum tengslum við félagsmenn sína og styðja þá í reglulegri virkni og ábyrgðarstörfum innan flokksins. Til að anna þessu hlutverki skipar Sósíalistaþing Félagastjórn.

Félagastjórn starfrækir „Sellur“ sem félagsmenn á tilteknu búsetusvæði tilheyra sjálfkrafa. Félagastjórn virkjar, styður og mótar starf Sellanna eftir þörfum. Sellurnar efla tengsl flokksins við félagsmenn og nærsamfélög þeirra og skulu leitast við að halda reglulega fundi og bjóða þar nýja félagsmenn sérstaklega velkomna. Sellur skulu einnig leita leiða til að afla nýrra félagsmanna.

Heimilt er að varpa spurningum sem varða ákvarðanir flokksins til Sellanna.

Framkvæmdastjórn skal veita Félagastjórn aðgang að félagaskrá og upplýsa hana reglulega um skráningu nýrra félagsmanna.

Félagastjórn er kjörin á Sósíalistaþingi og skal skipuð 9 aðalmönnum og 4 til vara. Hún skiptir sjálf með sér verkum en skal hafa innanborðs formann, varaformann og ritara. Sósíalistaþing getur tekið ákvörðun um að úthluta fé til Félagastjórnar til að standa straum af kostnaði á borð við leigu fundarhúsnæðis og kaffiveitingar. Skal þá Félagastjórn skipa sér gjaldkera, sem stendur skil á fjárhagsuppgjöri til gjaldkera Framkvæmdastjórnar.

 

IV. TRÚNAÐARRÁÐ
frá Roða

Ákvæði í núgildandi lögum:
3. gr.
Skipulag samtakanna. Æðsta vald Sósíalistaflokks Íslands í mótun og framkvæmd pólitískrar stefnu er árlegt Sósíalistaþing sem nánar er kveðið á um í Skipulagi. Félagi getur á hverjum tíma aðeins setið í einni kjörinni stjórn (Framkvæmdastjórn, Félagastjórn, Baráttustjórn, Stjórnarráði eða Málefnastjórn). Seta félaga í kjörinni stjórn útilokar viðkomandi ekki frá setu í slembivalinni stjórn (til að mynda Samvisku, Kjörnefnd eða Málefnahópum). Né heldur útilokar seta í einni slembivalinni nefnd setu í annarri slembivalinni nefnd. Þó skal nefndarmaður í Samvisku segja sig frá umfjöllun um ágreiningsmál sem viðkomandi er aðili að, og skal Samviskan ákveða hvort nauðsynlegt sé að viðkomandi víki alfarið úr nefndinni. Hver félagi skal ekki sitja sem aðalmaður og varamaður lengur en tólf ár í hverri stjórn og ekki gegna formennsku í hverri nefnd lengur en átta ár. Félagi sem er ekki kjörgengur í eina stjórn af þessum sökum er áfram kjörgengur í aðrar nefndir.

Verði:
3. gr.
Skipulag samtakanna.Æðsta vald Sósíalistaflokks Íslands í mótun og framkvæmd pólitískrar stefnu er árlegt Sósíalistaþing sem nánar er kveðið á um í Skipulagi. Félagi getur á hverjum tíma aðeins setið í einni kjörinni stjórn (Framkvæmdastjórn, Félagastjórn, Baráttustjórn, Stjórnarráði eða Málefnastjórn). Seta félaga í kjörinni stjórn útilokar viðkomandi ekki frá setu í slembivalinni stjórn (til að mynda Samvisku, Kjörnefnd eða Málefnahópum). Né heldur útilokar seta í einni slembivalinni nefnd setu í annarri slembivalinni nefnd. Þó skal nefndarmaður í Samvisku segja sig frá umfjöllun um ágreiningsmál sem viðkomandi er aðili að, og skal Samviskan ákveða hvort nauðsynlegt sé að viðkomandi víki alfarið úr nefndinni. Hver félagi skal ekki sitja sem aðalmaður og varamaður lengur en tólf ár í hverri stjórn og ekki gegna formennsku í hverri nefnd lengur en átta ár. Félagi sem er ekki kjörgengur í eina stjórn af þessum sökum er áfram kjörgengur í aðrar nefndir. Meðlimur Trúnaðarráðs má ekki sitja í öðrum stjórnum flokksins.

Ákvæði í núgildandi skipulagi:

Samviska
Sósíalistaþing skal skipa slembivalda nefnd félagsmanna, Samvisku, sem hefur það hlutverk með höndum að efla umræðu og vitund um réttindi og skyldur félagsmanna, vandaða starfshætti, góð samskipti, virðingu fyrir persónum og jafnrétti milli einstaklinga í starfi flokksins auk þess að skera úr um ágreiningsmál sem þar geta komið upp og falla utan verksviðs Framkvæmdastjórnar. Slík mál geta t.d. varðað meint afglöp stjórnarmanna í embætti eða meinta ósæmilega framkomu félagsmanns við aðra félagsmenn eða á opinberum vettvangi. Erindi til Samvisku skal senda á póstfangið: samviska@sosialistaflokkurinn.is

Samvisku er heimilt að eiga frumkvæði að samtali við félagsmenn um störf hennar, tilgang og viðmið og getur lagt fram drög að Siðareglum til samþykkis á Sósíalistaþingi. Að öðrum kosti skal Samviska hafa Lög, Skipulag og aðrar skriflegar samþykktir flokksins til viðmiðunar í ákvörðunum sínum en skal jafnframt hafa sanngirni, meðalhóf og skynsemi að leiðarljósi Ákvarðanir hennar skulu studdar málefnalegum sjónarmiðum.

Samvisku er heimilt að sækja álit hjá sérfróðum einstaklingum og leita fyrirmynda annars staðar frá um hvernig best megi ná markmiðum hennar og tryggja farsælar úrlausnir ágreiningsmála.

Samviska getur, eftir atvikum, beitt eftirfarandi úrræðum: Gagnvart meðlimum Framkvæmdastjórnar, Málefnastjórnar, Málefnahópa, Félagastjórnar og Kjörnefndar: Veitt skriflega áminningu, vikið úr embætti, og/eða vikið úr flokknum. Gagnvart félagsmönnum: Veitt skriflega áminningu og/eða vikið úr flokknum. Að jafnaði skal félagsmönnum ekki vikið úr flokknum nema að veittri a.m.k. einni áminningu.

Í Samvisku skal velja 30 nefndarmenn og teljast fundir hennar löglegir að viðstöddum 10 þeirra.

Verði:

Trúnaðarráð
Trúnaðarráð er trúnaðar- og aðhaldsafl hreyfingarinnar. Hlutverk hennar er að skera úr um ágreiningsmál sem geta komið upp á milli félagsmanna. Trúnaðarráð skal beita sér fyrir vönduðum starfsháttum, góðum samskiptum, virðingu fyrir persónum og jafnrétti milli einstaklinga í starfi flokksins.

Mál sem trúnaðarráð gæti þurft að taka fyrir gætu varðað t.d meint afglöp stjórnarmanna í embætti eða meinta ósæmilega framkomu félagsmanns við aðra félagsmenn eða á opinberum vettvangi. Eftir fremsta megni ber Trúnaðarráði að reyna að stofna til sátta í ágreiningsmálum. Erindi til Trúnaðarráðs skal senda á póstfangið: samviska@sosialistaflokkurinn.is, sem einungis kjörnir trúnaðarmenn skulu hafa aðgang að á hverjum gefnum tímapunkti. Einnig skal þó taka á erindum sem berast til Trúnaðarráðs með óformlegri hætti og gæta skal fulls trúnaðar í viðkvæmum málefnum.

Trúnaðarráð hefur frumkvæðisrétt í því að stuðla að heilbrigðri vinnumenningu innan hreyfingarinnar meðal annars með fræðslu, samtölum og málamiðlunum. Að öðrum kosti skal Trúnaðarráð skal hafa Lög, Skipulag og aðrar skriflegar samþykktir flokksins til viðmiðunar í ákvörðunum sínum en skal jafnframt hafa sanngirni, meðalhóf og skynsemi að leiðarljósi. Ákvarðanir hennar skulu studdar málefnalegum sjónarmiðum.

Stjórn Trúnaðarráðs er skipuð af þremur aðalmönnum og tveimur til vara sem eru kjörnir á
aðalfundi.

Trúnaðarráð getur, eftir atvikum, beitt eftirfarandi úrræðum:

Gagnvart meðlimum stjórna, málefnahópa og almennra félagsmanna: Veitt skriflega áminningu.

Að jafnaði skal félagsmönnum ekki vikið úr flokknum eða embætti nema að veittri a.m.k. einni áminningu nema um sérstaklega alvarleg tilvik ræði.

Til að víkja einstakling úr flokknum skal Trúnaðarráð almennt virkja slembivalinn 30 manna hóp til að fara yfir málið og meta réttmæti þess. Einstaklingurinn sem um ræðir hefur ávallt andmælarétt til að skýra sína hlið fyrir Trúnaðarráði eða slembivaldna hópnum skyldi hópurinn vera kallaður til. Ef allir aðilar máls eru sammála að málefnið skuli vera leyst í trúnaði skal málið útkljáð af Trúnaðarráði án aðkomu slembivalins hóps. Félagsmaðurinn hefur rétt til að skjóta ákvörðun um brottvísun sína til aðalfundar.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram