Baldvin: Ég myndi gjarnan vilja getað lifað á einum launum á dagvinnutaxta

Hinn Kópavogur

15. Baldvin Björgvinsson
Hinn Kópavogur

“Það er eins og það snappi eitthvað í hausnum á mér þegar ég heyri af óréttlæti hvað þá mannréttindabrotum. Þegar kreppan skall á 2008 var ég eiginlega bara á leiðinni úr landi því spillingin gekk gjörsamlega fram af mér. Ef ég hefði ekki kynnst konunni minni þá um haustið hefði ég eflaust farið til Noregs að kenna en eg er framhaldskólakennari og kenni rafvirkjun. Ég kenni bæði í dagskóla og kvöldskóla. Ég myndi gjarnan vilja getað uppskorið þau laun á dagvinnutaxta.

Ég var virkur í búsáhaldabyltingunni og vildi leggja mitt lóð á vogarskálarnar til að reyna að gera samfélagið betra. Haustið 2008 fór ég því að hafa afskipti af stjórnmálum og hef gert síðan en þær tilraunir sem gerðar hafa verið með stofnun nýrra flokka í þá veruna hafa því miður ekki skilað nægilega miklu hingað til en mér finnst eðlilegt framhald að leggja sósíalistum lið. Þetta er ekki þannig að fólk sé að fara á milli flokka vegna þess að fólkið sé að breytast. Það eru flokkarnir sem breytast og fólk segir sig úr flokkum og leitar á ný mið ef það er einhver að gera eitthvað vitrænt. Og ef nægilega margir eru tilbúnir í breytingar þá trúi ég því að það sé hægt að breyta einhverju.

Öll vestræn samfélög eru í dag í raun byggð á sósíalisma að næstum öllu leyti. Að reka heilbrigðis- og skólakerfi á kostnað samfélagsins er til dæmis sósíalismi. Að dreifa nægum fjármunum til allra í samfélaginu til að kaupa allskonar nauðsynjar og óþarfa er líka sósíalismi. Að byggja nýja skóla, sjúkrahús og fleira á okkar sameiginlega kostnað er sósíalismi. Það er hins vegar ekki sósíalismi að reyna að stinga öllum fjármunum samfélagsins í eigin vasa. Við þurfum að passa upp á það að sósíalisminn sé framkvæmdur almennilega þannig að það komi sem best út fyrir okkur öll.

Ég er alinn upp í Kópavogi en mér finnst bærinn vera í frekar skrítinni stöðu í dag, það er einhver grunsamleg þögn yfir öllu. Það þarf að horfa á höfuðborgarsvæðið í heild sinni því við vitum að það eru sömu vandamál í Kópavogi og í Reykjavík. Ef það vantar húsnæði í Reykjavík þá vantar húsnæði í Kópavogi en samt sem áður er vandi okkar í Kópavogi alltaf yfirfærður á Reykjavík og stjórnmálamenn í Kópavogi komast upp með að gera ekki neitt, alveg óáreittir. Við eigum að horfa á þetta sem eitt heildarsvæði, höfuðborgarsvæðið. Og vinna með hlutina innan hverfa.

Ég held að við séum löngu tilbúin í breytingar, það liggur eitthvað í loftinu og mér finnst alveg sjálfsagt að bjóða fólki upp á þennan valkost í sveitastjórnarkosningunum. Og ef nægilega margir eru tilbúnir í breytingar þá trúi ég því að það takist.”

Baldvin Björgvinsson er í framboði fyrir sósíalista í Kópavogi #valdiðtilfólksins

Kjósið Sósíalistaflokkinn

Stefna

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram