Leifur: Mjög ósáttur við misréttið í Reykjavík

Hin Reykjavík

29. Leifur Aðalgeir Benediktsson
Hin Reykjavík

„Ég er baráttumaður, þori að segja það sem mér finnst og er stoltur skiltakarl. Mér misbýður óréttlætið, láglaunastefnan og húsnæðiseklan í Reykjavíkurborg. Ég er fæddur á Húsavík en fluttist barnungur með fjölskyldu minni til Reykjavíkur. Þingholtin og síðar Austurbærinn voru mín hverfi. Ég átti góða æsku, gekk vel í skóla og eftir grunnskólann lauk ég námi í Verslunarskólanum.

Ég hafði engan sérstakan áhuga á stjórnmálum þegar ég var ungur en held að ég hafi fæðst jafnaðarmaður. Jafnaðarmennska, réttlæti og jöfn skipting gæða landsins eru mér hugleikin. Mér hefur alltaf fundist grægði og sjálftaka ákveðinna hópa fara gegn lífsskoðun minni og ég vil berjast fyrir góðu mannlífi fyrir alla þegna landsins.

Ég hef alltaf þurft að hafa fyrir hlutunum sjálfur og aldrei fengið neitt upp í hendurnar nema börnin mín tvö. Baráttan við verðbólgudrauginn og kaupmáttarrýrnunin á 9. áratugnum var erfið en maður komst í gegnum það með mikilli vinnu og útsjónarsemi. 

Hrunið í október 2008 opnaði svo augu mín. Landsbankinn rændi mig lífeyri með lygum og falsi ári fyrir hrun. Svo kom búsáhaldabyltingin. Laugardagsfundir Harðar Torfasonar tónlistarmanns toguðu mig út á Austurvöll alla laugardaga og kveiktu með mér eld líkt og hjá svo mörgum Íslendingum. Ég mætti alltaf. Ég hef beitt mér af alefli við að kynna nýju stjórnarskrá Stjórnlagaráðs, það frábæra plagg sem boðar breytingar svo um munar fyrir okkur öll. En gamla fúla Ísland hafði betur og stjórnarskrárdrögunum var stungið ofan í skúffu.

Mér hefur blöskrað spillingin svo mikið að ég hef gengið ótrauður fram og barist gegn henni á mörgum vígstöðvum, ásamt vini mínum Ólafi Sigurðssyni, en við köllum okkur Skiltakarlanna. Við berum skilti með skilaboðum til fólks um margvíslega spillingu og áherslum okkar um betra samfélag. Saman höfum við staðið fyrir fjölmörgum mótmælum ásamt öðru góðu fólki. Þegar þau voru fjölmennust mættu 26 þúsund manns á Austurvöll. 

Ég er mjög ósáttur við misréttið í Reykjavík. Ég vil beita mér af öllum þunga fyrir því að allir geti lifað mannsæmandi lífi í borginni. Húsnæðismálin eru í algjörum ólestri og skömm að því að svona margir séu beinlínis húsnæðislausir. Þá er láglaunastefnan til skammar. Það gengur ekki að starfsmenn hjá Reykjavíkurborg geti ekki lifað af laununum. Og öll börnin sem lifa við fátækt. Ég vil berjast fyrir að útrýma misrétti í Reykjavík. Ég kann það, get það og vil það.“

Leifur Aðalgeir Benediktsson er í framboði fyrir sósíalista í Reykjavík í vor #valdiðtilfólksins

Kjósið Sósíalistaflokkinn

Stefna

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram