Að allir eigi rétt á góðu húsnæði. Sveitarfélögunum verði skylt að mæta þörfum íbúa fyrir félagslegt húsnæði. Félagslega rekin leigufélög og einstaklingar gangi fyrir í úthlutun lóða og sveitarfélögin styðji íbúðauppbyggingu á félagslegum forsendum. Að búsetumöguleikum innan sveitarfélaga verði fjölgað og settar verði strangar reglur um starfsemi leigufélaga. Þak verði sett á leiguverð.