Bráðabirgðastjórn Sósíalistaflokks Íslands fundar nú reglulega og hefur hafið undirbúning að Sósíalistaþingi. Hún vinnur auk þess að öðrum verkefnum.

Fundir bráðabirgðastjórnar eru opnir félagsmönnum og fundargerðir eru opinberar. Hér á vefnum er nú síða (sjá hér) sem geymir tengla á fundargerðir auk upplýsinga um hvernig félagsmenn geta borið upp erindi fyrir fundi bráðabirgðastjórnar.