Um lýðræðisskilning Katrínar Jakobsdóttur og Sigmundar Davíðs

Jóhann Helgi Heiðdal Pistill

„All forms of the state have democracy for their truth, and for that reason are false to the extent that they are not democracy.

Marx, Critique of Hegel’s Philosophy of Right (1843)

Það er allt að gerast í lýðræðismálum þessa dagana. Eða umræðunni um lýðræði réttara sagt, ekki lýðræðismálum sjálfum auðvitað. Katrín Jakobsdóttir og Sigmundur Davíð hafa sum sé ný látið útúr sér hugleiðingar stöðu lýðræðis í dag – í skugga einhvers konar mock stjórnarskrárfundar líka. Mér finnst ég einfaldlega þurfa að leggja orð hérna í belg. Mest í krafti fyrirbæris að nafni ábyrgð fræðimanna og er eitthvað sem ég trúi innilega á.

Eigum við ekki bara að byrja á að velta fyrir okkur þessari tilvitnun (úr viðtali við Katrínu: Vill halda fast í lýðræðið á tímum loftslagsbreytinga)

„Það truflar mig alltaf þegar talað er fyrir því að kippa úr sambandi einhverjum lýðræðislegum verkferlum…“

Ég hélt sem sagt að hér væri einmitt um að ræða manneskjuna sem er að kippa nýju stjórnarskránni úr sambandi? Sem var afrakstur lýðræðislegs verkferlis?

Hér er auðvitað af endalaust mörgu að taka. Byrjum bara á því að benda á að lýðræði er auðvitað aldrei nokkurn tímann eitthvað sem er okkur í greipum, er ávallt í framtíðinni, eitthvað sem við vinnum að – á skilafresti eins og Derrida orðar það. Þannig er það ekki eins og Katrín skilur það: fyrirbæri sem við búum yfir og þurfum að verja gegn þeim sem vilja taka það frá okkur.         Eina leiðin til að skilja lýðræði til hlítar er sem verkefni í vinnslu, sem okkur er ávallt að mistakast á einhvern hátt en reyna að bæta okkur í.

Næsta lykilatriði: ávallt er talað um lýðræði í íslenskri stjórnmálaumræðu (og víðast hvar annars staðar einnig) eins og að lýðræði í sjálfu sér sé samfélagsgerð. Það er að segja, talað er um lýðræðissamfélög og mikilvægi lýðræðis – og hugtakið þannig notað eitt og sér.

Þetta er hinsvegar augljóslega absúrd: lýðræði fæddist í þrælasamfélagi til dæmis, Aþenu til forna. Alls konar útgáfur af lýðræðissamfélögum eru til, hafa verið til og eru möguleg.

Samfélagsgerðin sem við búum við nefnist öllu heldur frjálslynt lýðræði (e. liberal democracy). Sama samfélagsgerð og líberal stjórnmálaheimspekingurinn Fukuyama lýsti auðvitað yfir að hafði unnið við enda sögunnar eins og frægt er.

Þetta er lykilatriði vegna þess að vandamál nútímans liggja ekki fyrst og fremst í lýðræðinu einu og sér – skilið úr tengslum við allt sögulegt samhengi. Þegar frjálslynda stærðin er tekin alfarið útúr jöfnunni, a.m.k. ekki tekin til neins konar gagnrýninnar skoðunar – eins og mest megnis alltaf held ég bara í íslenskri stjórnmálaumræðu – þá verður niðurstaðan einfaldlega tóm tjara.

Hvað er semsagt frjálslyndi eða líberalismi?

Finnst John Gray alltaf hafa komið með góða uppsúmmeringu hérna:

„Common to all variants of the liberal tradition is a definite conception, distinctively modern in character, of man and society…It is individualist, in that it asserts the moral primacy of the person against the claims of any social collectivity; egalitarian, inasmuch as it confers on all men the same moral status and denies the relevance to legal or political order of differences in moral worth among human beings; universalist, affirming, the moral unity of the human species and according a secondary importance to specific historic associations and cultural forms; and meliorist in its affirmation of the corrigibility and improvability of all social institutions and political arrangements. It is this conception of man and society which gives liberalism a definite identity which transcends its vast internal variety and complexity. – John Gray, Liberalism, Minneapolis, University of Minnesota Press, 1986, p.x.

Og hvert er þá vandamálið við líberalisma?

Þetta er engin spurning sem ég tel mig geta svarað nærri því nógu vel eða ítarlega í þessum stutta pistli auðvitað – enda risavaxið viðfangsefni. Líberalismi hefur verið undir allskonar gagnrýni af ýmsu tagi úr öllum áttum heillengi. Hér gefst ekki rúm til að ræða nema eina: þá allra stærstu í rauninni. Þó hún eigi auðvitað ekki alls staðar upp á pallborðið. Er meðvitað reynt að forða henni frá pallborðinu með öllum ráðum af ákveðnum öflum. Af góðri ástæðu einnig. Hér erum við sem sagt að tala um gagnrýni Karl Marx.

Gagnrýni hans á líberalisma var að sjálfsögðu margþætt. En ef ég reyni þó að súmmera hana upp, þá beinir hann í fyrsta lagi kastljósi á einstaklingshyggjuna:

„The individual and isolated hunter or fisher who forms the starting-point with Smith and Ricardo belongs to the insipid illusions of the eighteenth century. They are Robinson Crusoe stories…no more based on such a naturalism than is Rousseau‘s contrat social which makes naturally independent individuals come in contact and have mutual intercourse by contract…Man is in the most literal sense of the word a zoon politikon, not only a social animal, but an animal which can develop into an individual only in society. Production by individuals outside society…is as great an absurdity as the idea of the development of language without individuals living together and talking to one another.“ – Karl Marx, Grundrisse, excerpted in David McLellan, ed., Karl Marx: Selected Writings, 2nd ed. New York, Oxford University Press, 2000, pp.380-381.

Þessi byrjunarpunktur líberalismans, sem gengið er út frá og lagt áherslu á í skilningi samfélagsins er einfaldlega absúrd. Og glænýr mannskilningur í rauninni – hann vitnar þarna i Aristóteles sem skildi manninn þvert á móti sem samfélagsveru í eðli sínu, þar var byrjunarpunkturinn. John Galt fantasíur frjálshyggjumanna er því bara augljós þvæla – þannig virkar mannskepnan einfaldlega ekki.

Seinna aðalatriðið er svo sannfæring líberalismans um að ríkið geti verið hlutlaust og þjónað hagsmunum borgaranna allra jafnt – með vandaðri stjórnsýslu, gagnsæi og þessu öllu sem er týnt til sem lausn í því.

Þetta er einfaldlega ekki mögulegt að mati Marx. Þá á hann ekki við einhver tiltekin samfélög – frjálslynd lýðræðisríki geta einfaldlega í eðli sínu ekki uppfyllt loforð sín um réttlæti fyrir alla í fyrsta lagi og í öðru: eru ávallt á skjön við lýðræðisleg gildi og hugsjónir. Lýðræði – í neinni ásættanlegri mynd a.m.k. – er ekki möguleg innan frjálslynds lýðræðis og kallar Marx því einmitt eftir lýðræði á borði en ekki einungis í orði í gagnrýni sinni.

Ástæðan fyrir þessum ómöguleika er sú að frjálslynd lýðræðisríki eru fyrst og fremst kapítalísk samfélög og það er gildismat og lögmál kapítalismans sem ræður nauðsynlega ferð: ekki frjálslynd eða lýðræðisleg gildi. Langstærsta og mikilvægasta breytan hérna, sem líberalismi neitar að kannast við að sé eitthvað sem er til, er auðvitað stétt. Að það séu vissir stéttarhagsmunir sem ráða för í samfélaginu, sem háð er stéttabarátta til að tryggja og viðhalda. Ein stétt drottnar yfir annarri sem sagt: pólitískt, menningarlega og efnahagslega.

Og það er efnahagslegi þátturinn sem er mikilvægastur hérna: það sem líberalisminn gerir er að afstjórnmálavæða efnahagslega sviðið. Það er skilið sem fullkomlega hlutlaust fyrirbæri í frjálslyndum lýðræðisríkjum og frjálslynd pólitík því svo gott sem ókrítísk gagnvart því. Sem gefur þar með hinu efnahagslega sviði, eða auðvaldinu eins og það er oft kallað, frjálst færi í rauninni til að dómínera allt samfélagið. Og þetta viðtal við Katrínu einfaldlega hið fullkomna dæmi um þessa ókrítísku afstöðu.

Efnahagssvið samfélagsins er auðvitað engan veginn pólitískt hlutlaust. Efnahagslífið og þeir sem þar ráða ferðinni er ávallt hápólitískt, þar sem mikilvægasta pólitíkin á sér stað í rauninni þar sem það er grunnurinn fyrir allt hitt. Kapítalistar elska því augljóslega líberalisma og líberal stjórnmálamenn, sem eru svo góðhjartaðir að kippa þeim útúr hinu pólitíska arena og kasta yfir þá hlutleysisskildi. Ræða svo eitthvað allt annað, þar til allir gleyma á endanum að þetta sé eitthvað sem sé á sviði stjórnmála og stjórnmálabaráttu.

Þetta er í rauninni best súmmerað upp bara með titli meistaraverks Marx. Í enskri þýðingu er hann „Capital: A Critique of Political Economy.“ Gagnrýni Marx er semsagt á stjórnmálahagfræði. Enda eina leiðin til að skilja samfélagið og gangverk þess til hlítar að hans mati.

Engels útskýrir einnig stjórnmálahagfræði á eftirfarandi máta í Outlines of Political Economy: „Political economy came into being as a natural result of the expansion of trade, and with its appearance elementary, unscientific huckstering was replaced by a developed system of licensed fraud, an entire science of enrichment.“

Í dag er hinsvegar engin stjórnmálahagfræði rædd eða gagnrýnd af neinu ráði af líberal mainstream stjórnmálum. Þetta tvennt hefur fyrir löngu verið slitið í sundur, og hagfræðin verið gerð að hlutlausum vísindum. Einungis málefni vísindamanna sem tjá okkur svo niðurstöður vísindarannsókna sinna. Pólitík er hinsvegar á sama tíma orðin að „elitist, technocratic, professionalized, highly paid impression management“ eins og Wolfgang Streeck orðar það, þar sem lítil sem engin pólitík er rædd eða stunduð í rauninni – a.m.k. ekki í þeim skilningi sem áður var lagt í þetta hugtak.

Ég held ég þurfi ekkert að fara neitt sérstaklega í viðtalið við Katrínu til að sanna mál mitt hérna, er það? Ég meina, er það ekki fullkomlega augljóst að þessi gagnrýni eigi við þarna? Og er hún þar með fullkomlega absúrd: það „lýðræði“ sem hún leggur áherslu á að verja er sem sagt frjálslynda samfélagsgerðin sem verndar hagsmuni þessara sömu stéttar og hagsmuna hennar. Og tryggir auðvitað þannig óhjákvæmilega og nauðsynlega áframhaldandi katastrófuna af völdum loftslagsbreytinga sem þóst er verið að gera eitthvað í.

Hgmyndir Katrínar um lýðræði eru jafnvel verri en Sigmundar (sjá: Seg­ir lýðræðið hætt að virka sem skyldi) – en hann áttar sig þó a.m.k. augljóslega á því að hefðbundnu líberal stjórnmálin séu í meiriháttar krísu. Og er ávallt að leita að tækifærum þar. Í einhverri grímulausri eigin hagsmunagæslu, það segir sig auðvitað sjálft. Ég meina, það er ekki heil brú í einu einasta sem hann segir: maðurinn heldur því í alvöru fram að heilbrigðiskerfið sé allt morandi í marxisma í boði Sjálfstæðisflokksins. Það er ekki að sjá að nokkur vitræn umræða sé möguleg hérna.

Ég ætla samt að segja, fyrir mitt leyti, að ég tek samt einhvers konar meðvitund um vandamálið og ástand mála fram yfir ekkert. Engin gagnrýni, engin meðvitund, og ekkert annað sjáanlegt en að hér eigi bara að keyra áfram á þessum sömu stjórnmálum og komu okkur í þennan djúpa skít. Þar sem það er einfaldlega biðlað til auðvaldsins – á sama tíma og það er dásamað sem besti samstarfsmaður sem maður hefur átt – spurt hvort það vildi nokkuð vera svo vænt að gera þetta eða hitt fyrir okkur, sem við vonum svo bara að það gerir af blindri trú – og engri ástæðu. Á sama tíma lítum við einnig á börn og baráttu þeirra fyrir framtíð sinni og vonum að þau geri þetta bara fyrir hana? Eða fái hana til að gera eitthvað? Ég er ekki að skilja þetta alveg hjá henni – enda kannski engan botn hægt að fá í þetta.

Miðað við málflutninginn, þar sem ekki vottar fyrir af spurningarmerkjum, er Katrín Jakobsdóttir því ekki einungis ennþá dyggur fylgjandi kenningu Fukuyama um frjálslynt lýðræði sem sigurvegara sögunnar, hún er meira eins og Wile E. Coyote í Road Runner teiknimyndunum, komin langt fram af bjargbrúninni, standandi á líberal stjórnmálum.

Ef hún er eins klár og okkur er endalaust sagt að hún sé, þá getur einfaldlega ekki verið langt þar til að hún stoppi og líti niður.

Jóhann Helgi Heiðdal

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram