Félagaskráin er æðakerfi flokksins

Tilkynning Frétt

Félagaskráin er hjarta- og æðakerfi Sósíalistaflokksins. Flokkurinn er fyrst og síðast félagarnir, starf flokksins er það sem félagarnir hafa fyrir stafni. Allir félagar í flokknum ættu að hafa fengið sendan tölvupóst með beiðni um að yfirfara sína skráningu og auka við hana. Þau sem ekki hafa séð póstinn ættu að kanna hvort hann hafi lent í ruslpóstinum í pósthólfinu eða misfarist af öðrum ástæðum.

Félagaskrá flokksins verður notuð á margvíslegan máta í framtíðinni:

Í fyrsta lagi verða félagar valdir úr henni með slembivali til starfa í málefnahópum. Þeir málefnahópar sem hefja munu starf í sumar fjalla um heilbrigðismál, húsnæðismál, málefni samfélagssjóða og lýðræðisvæðingu samfélagsins. Nánar er fjallað um málefnahópanna hér.

Í öðru lagi getur félagaskráin tengt saman sósíalista sem vilja starfa saman í hópum eftir búsetu, aldri, stéttarfélagi o.s.frv. Innan Sósíalistaflokksins er til dæmis vaxandi áhugi á að efla starf innan verkalýðshreyfingarinnar. Og vegna síversnandi stöðu í húsnæðismálum viljum við biðja félaga að skrá stöðu sína á íbúðamarkaði svo hægt sé að afla upplýsinga frá félögum og tengja þá saman í aðgerðir og kröfugerð um úrbætur.

Til að tryggja að það fólk sem velst í málefnahópa hafi aðgang að sem allra bestu upplýsingum er mikilvægt að félagar í flokknum sem búa yfir mikilvægum upplýsingum á þessum sviðum (heilbrigðismál, húsnæðismál, málefni samfélagssjóða og lýðræðisvæðingu samfélagsins) óski eftir því að hitta hópana til að miðla af þekkingu sinni eða reynslu. Þau ykkar sem vilja leggja til starfsins með þeim hætti geta sent erindi þar um á sosialistaflokkurinn@sosialistaflokkurinn.is

Fólk sem hefur áhuga á að byggja upp starf sósíalista í sínu byggðarlagi, sínu stéttarfélagi eða mynda hóp sósíalista utan um aðgerðir í sérstökum málefnum geta sömuleiðis sent erindi þar um á sosialistaflokkurinn@sosialistaflokkurinn.is og ná með því tengingu við aðra sósíalista í svipaðri stöðu eða með áhuga á sömu málefnum.

Félagaskrá Sósíalistaflokksins mun byggjast upp hægt og bítandi á næstu mánuðum og misserum. Innan úr henni munu félagar tengjast inn í starf flokksins og geta fylgst með. Allir félagar í flokknum eru hvattir til að yfirfara skráningu sína sem fyrst.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram