Richard Seymour flytur fyrirlestur í boði Sósíalistaflokks Íslands
Frétt
08.08.2017
Mánudaginn 14. ágúst efnir Sósíalistaflokkur Íslands til hádegisfundar um Jeremy Corbyn, formann Breska verkamannaflokksins, og stöðu hans stjórnmálum samtímans. Framsöguerindi fundarins flytur breski rithöfundinum og stjórnmálaskýrandinn Richard Seymour.
Sósíalistaflokkur Íslands býður Seymour til landsins í tilefni fundarins, en hann er höfundur nýlegrar bókar um Corbyn, Corbyn: The Strange Rebirth of Radical Politics. Erindi Seymours ber titilinn „How Corbyn Slayed the Blue Beast“ og er nánar lýst í viðhengi.
Á fundinum gefst einstakt tækifæri fyrir almenning og fjölmiðla að kynna sér betur hina óvæntu velgengni Jeremys Corbyn í breskum stjórnmálum. Sigur hans í formannskosningum Verkamannaflokksins í september 2015 kom flestum stjórnmálaskýrendum mjög á óvart. Sama má segja um gott gengi flokksins í kosningunum í vor undir forystu Corbyns, þar sem flokkurinn steypti þingmeirihluta Theresu May og Íhaldsflokksins.
Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu og hefst klukkan 12:15. Að loknu erindi Seymours verður boðið upp á spurningar úr sal. Miðað er við að dagskrá ljúki eigi síðar en klukkan 13:15. Fundurinn er öllum opinn.
Bók Seymours Corbyn: The Strange Rebirth of Radical Politics kom út hjá forlaginu Verso Books á síðasta ári og hlaut lof gagnrýnenda Önnur útgáfa bókarinnar, endurskrifuð með tilliti til úrslita þingkosninganna í vor, er væntanleg síðar á þessu ári.
Þess má geta að daginn eftir, 15. ágúst, mun Richard Seymour einnig koma fram á dagskrá Róttæka sumarháskólans.
Richard Seymour hefur áður látið frá sér fjölda bóka um pólitísk málefni, þar á meðal The Liberal Defence of Murder (2008), The Meaning of David Cameron (2010) og Against Austerity (2014). Hann hefur haldið úti hinu vinsæla bloggi Lenin’s Tomb óslitið síðan árið 2003 og greinar hans hafa birst í The Guardian, London Review of Books, og Al-Jazeera.
Staður: Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu
Tími: Mánudagur 14. ágúst 2017, kl. 12:15-13:15
Nánari upplýsingar: Viðar Þorsteinsson // vidar@sosialistaflokkurinn.is // 695 4280