Aðalfundur Sósíalistaflokks Íslands

Framkvæmdastjórn Frétt

Vegna aðstæðna í samfélaginu af völdum kórónuveirunnar höfum við ekki geta haldið árlegt Sósíalistaþing eins og til stóð. Við vonum að hægt sé að hittast sem fyrst í raunheimum og erum glöð að segja ykkur frá því að Maístjarnan styrktarsjóður og Sósíalistaflokkur Íslands vinna að því að setja upp félagsrými í Bolholti 6 sem má vonandi taka í notkun bráðlega.

Aðalfundarstörf hafa að jafnaði farið fram á Sósíalistaþingi en þar sem ekki gefst vettvangur til slíks, boðum við til Aðalfundar á samskiptamiðlinum Zoom. Þar munum við bera upp þau mál sem þarfnast afgreiðslu. Fundinum verður síðan frestað og aðrir dagskrárliðir aðalfundar teknir upp á Sósíalistaþingi, sem verður boðað til þegar aðstæður leyfa og rými gefst fyrir góða umræðu.

Aðalfundur fer fram laugardaginn 31. október, klukkan 11:00–12:00. Fundarrýmið má nálgast hér: https://zoom.us/j/5751158534 Dagskráin er sem hér segir:

1. Ársreikningur lagður fram til samþykktar
2. Ákvörðun félagsgjalds
(lagt er til að upphæð félagsgjalds haldist óbreytt)
3. Breytt heimilisfang
4. Frestun Aðalfundar


Vinsamlegast merkið við mætingu í viðburðinum á Facebook: https://www.facebook.com/events/2804522966490538

Við viljum nýta tækifærið til þess að minna á fasta fundi innan Sósíalistaflokks Íslands, þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má kynna sér starfsemi hópanna: https://sosialistaflokkurinn.is/…/sex-hopar-innan…/

Að lokum látum við með fylgja leiðbeiningar um uppsetningu Zoom: https://sosialistaflokkurinn.is/zoom/

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram