Breytingar á Skipulagi flokksins

Stjórnir flokksins Tilkynning

Á aðalfundi Sósíalistaflokksins, sem haldinn var í Vorstjörnunni – Alþýðuhúsi laugardaginn 6. apríl, var samþykkt tillaga um lagabreytingu, Breytingin fellst í því að í stað Ráðuneyta og Stjórnarráðs kemur Kosningastjórn, sem falið verður að halda utan um hin borgaralegu stjórnmál, það er framboð til Alþingis og sveitastjórna. Kosningastjórn verður falið að leggja fyrir félagsfund nýjar aðferðir til form á vali á lista fyrir félagsfund í vor. Því fellur liðurinn Framboð, kjörnir fulltrúar, Kjörnefnd og Kjörstjórn úr skipulagi flokksins. Þá eru lagðar til smávægilegar breytingar á kaflanum um Kjörgengi til stjórnarsetu, sem heimilar stjórnarmönnum í einni stjórn flokksins að sitja sem áheyrnarfulltrúi á fundum annarra stjórna.
Settur var inn eftirfarandi kafli í Skipulag um Kosningastjórn:
Kosningastjórn
Kosningastjórn heldur utan um framboð Sósíalistaflokksins til Alþingis og sveitastjórna og sér um val á framboðslista með aðferðum sem samþykktar hafa verið á aðalfundi eða félagsfundi, mótar kosningastefnu byggða á stefnum flokksins og rekur kosningabaráttu til þings og sveitarstjórna.
Framboðslistar skulu samþykktir af sósíalistaþingi eða félagsfundi og kosningastefna af sameiginlegum fundi allra stjórna flokksins. Kosningastjórn getur myndað undirhópa og -stjórnir til að sinna kosningaeftirliti, kosningastjórn í einstökum kjördæmum og sveitarfélögum og aðra hópa ef þurfa þykir.
Kosningastjórn skal halda utan um stjórnmálaumræðu á vef flokksins, þjálfa upp talsfólk flokksins, efna til stjórnmálafunda og sinna umræðu um stefnu og áherslur Sósíalistaflokksins á breiðum vettvangi.
Kosningastjórn er kjörin á Sósíalistaþingi og skal skipuð 9 aðalmönnum og 4 til vara. Hún skiptir sjálf með sér verkum en skal hafa innanborðs formann, varaformann og ritara.
Við mótun kosningastjórnar er heimilt að kjósa stjórn til bráðabirgða á aðalfundi 2024 sem falið er að móta starfið og leggja fram tillögur um form á vali á lista fyrir félagsfund um vorið. Aðalfundur 2024 mun skilgreina umboð bráðabirgðastjórnar við kjör hennar.
  • Málsgreinar um Ráðuneyti og Stjórnarráð og Framboð, kjörnir fulltrúar, Kjörnefnd og Kjörstjórn voru felldar úr skipulagi flokksins.
  • Í greininni Kjörgengi til stjórnarsetu kom ein og hálf setning: Annars vegar: … eða í einstökum verkefnastjórnum eða -hópum sem heyra undir stjórnir. Hins vegar: Kjörinn stjórnarmaður í einni stjórn getur setið fundið í öðrum stjórnum sem áheyrnarfulltrúi.
  • Greinin er þá svona:
Kjörgengi til stjórnarsetu
Félagsmaður getur á hverjum tíma aðeins setið í einni kjörinni stjórn (Framkvæmdastjórn, Félagastjórn, Baráttustjórn, Málefnastjórn eða Kosningastjórn). Seta félagsmanns í kjörinni stjórn útilokar hann ekki frá setu í slembivalinni stjórn (til að mynda Samvisku, Kjörnefnd eða Málefnahópum) eða í einstökum verkefnastjórnum sem heyra undir stjórnir. Né heldur útilokar seta í einni slembivalinni nefnd setu í annarri slembivalinni nefnd. Þó skal nefndarmaður í Samvisku segja sig frá umfjöllun um ágreiningsmál sem hann er sjálfur aðili að, og skal Samviskan ákveða hvort nauðsynlegt sé að viðkomandi víki alfarið úr nefndinni. Kjörinn stjórnarmaður í einni stjórn getur setið fundið í öðrum stjórnum sem áheyrnarfulltrúi.
Hver félagsmaður skal ekki sitja sem aðalmaður og varamaður lengur en tólf ár í hverri stjórn og ekki gegna formennsku í hverri nefnd lengur en átta ár. Félagsmaður sem er ekki kjörgengur í eina stjórn af þessum sökum er áfram kjörgengur í aðrar nefndir.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram