Framboð sósíalista í borginni – Omel Svavarss

Ritstjórn Sögur

„Ég heiti Omel Svavarss er 44 ára Grenvíkingur sem þó hefur búið í höfuðborginni í rúm 20 ár, hefur marga fjöruna sopið, með stóran og fjölbreyttan systkinahóp og alin upp af fráskildum föður og 3 fósturmæðrum síðan hún var 5 ára og hefur víðtæka persónulega reynslu af velferðarmálum, félagsmálum og málum er varða innflytjendur, hefur verið innflytjandi sjálf í Tælandi, Spáni og Hollandi og veit hvað hún vill leggja áherslu á í þeim málaflokki.

Þori, getur, ætlar, skal og hef þurft að læra að halda vel á spöðunum í gegnum tíðina, langar að deila reynslu og þekkingu minni, öðrum til gagns. Ég hef stundað búskap á vorin þegar ég kemst frá borginni til að sinna sauðburði, sulta og úrbeina einsog vindurinn, saga niður tré, set niður kartöflur, endurskipulegg garða, hef skærgræna fingur með yfir 150 plöntur í stofuglugganum mínum. Svo má ekki gleyma að ég er auðvitað dragdrottning og hundaeigandi.

Af menntun og reynslu er það að segja að ég er með diplómu í förðun og er hálfur snyrtifræðingur, barþjónn, fiskverkakona, ræstitæknir, þerna, húsmóðir, kokkur, sjóari, afgreiðsludama og strippari svo lítið eitt sé nefnt, enda byrjaði ég að vinna 14 ára í frystihúsi og auðvitað var ég þá búin að draga fisk úr sjó á trillunni með honum föður mínum frá unga aldri.

Síðustu 4 árin hef ég þó átt við heilsubrest að stríða og er í barningi við velferðar og heilbrigðiskerfið og sér ekki fyrir endann á því. Er föst eins og margir á leigumarkaðnum og vil endilega að það verði bætt úr því sem fyrst. Af mörgu er að taka, fjárhagsaðstoð, greiðsluviðmiðin sem enginn botnar í, greiðslumat og allt sem snýr að greiðslugetu almennings í sömu stöðu.“

Omel Svavarss er í framboði fyrir Sósíalista í Reykjavík þann 14. maí. #sannaReykjavík

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram