Stefnan

Sósíalistaflokkur Íslands er stjórnmálaflokkur almennings á Íslandi. Markmið hans er samfélag frelsis, jöfnuðar, mannhelgi og samkenndar. Þessi markmið nást eingöngu með því að færa völdin í hendur fólksins í landinu.

Sósíalistaflokkur Íslands er flokkur launafólks og allra þeirra sem búa við skort, ósýnileika og valdaleysi. Andstæðingar Sósíalistaflokks Íslands eru auðvaldið og þeir sem ganga erinda þess. Vettvangur Sósíalistaflokks Íslands er breið stéttabarátta sem hafnar málamiðlunum og falskri samræðu.

Í starfi sínu leggur Sósíalistaflokkur Íslands áherslu á það sem sameinar fólkið í landinu; óréttlætið sem það mætir og viljann til að losna undan því. Öllum landsmönnum er velkomið að ganga til liðs við flokkinn, óháð kyni, uppruna, trú eða kynhneigð.

Sósíalistaflokkur Íslands vill að framþróun samfélagsins stýrist af hagsmunum almennings. Þess vegna þarf almenningur að ná völdum, ekki aðeins yfir opinberum stofnunum heldur einnig nærumhverfi sínu. Vinnustaðurinn, verkalýðsfélagið, skólinn, hverfið, sveitarfélagið, þorpið – öll þessi svið eiga að vera undir valddreifðri stjórn þar sem hagsmunir fólksins eru í fyrirrúmi.

Taktu þátt

Byltingin verður ekki án þín! Skráðu þig í flokkinn og taktu þátt í baráttunni!

Skráning

Enduruppbygging skattheimtunnar með það fyrir augum að auðstéttin greiði eðlilegan skerf til samneyslunnar en álögum sé létt af öðrum.

01.01 — Fyrstu baráttumál

Stytting vinnuvikunnar, til að bæta lífsgæði fólksins í landinu og auðvelda því að gerast virkir þátttakendur í mótun samfélagsins.

01.02 — Fyrstu baráttumál

Aðgengi að gjaldfrjálsu heilbrigðiskerfi, að gjaldfrjálsri menntun á öllum skólastigum og að gjaldfrjálsu velferðarkerfi sem mætir ólíkum þörfum fólksins í landinu.

01.03 — Fyrstu baráttumál

Aðgengi að öruggu og ódýru húsnæði.

01.04 — Fyrstu baráttumál

Mannsæmandi kjör fyrir alla landsmenn, hvort sem þeir eru launamenn, atvinnulausir, lífeyrisþegar, námsmenn eða heimavinnandi.

01.05 — Fyrstu baráttumál

Að grundvöllur velferðar og heilbrigðis sé einnig tryggður með öðrum nauðsynlegum umhverfisþáttum svo sem réttlátu og góðu húsnæðiskerfi, menntakerfi, atvinnulífi og launastefnu sem og almannatryggingakerfi.

02.01 — Heilbrigðismál

Að starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna verði bætt og teymisvinna efld.

02.02 — Heilbrigðismál

Að heilsugæsla og sjúkrahúsþjónusta á landsbyggðinni verði efld og þau sjúkrarými, tæki og búnaður sem þar er til staðar verði nýttur sem kostur er og að fjarlækningar verði efldar.

02.03 — Heilbrigðismál

Að öldruðum sé tryggð þjónusta við hæfi hvort heldur með heimahjúkrun, plássi á hjúkrunarheimili eða sjúkrastofnun.

02.04 — Heilbrigðismál

Að endurhæfing sé ávallt í boði fyrir langveika, sem vilja bæta heilsu sína og lífsskilyrði.

02.05 — Heilbrigðismál

Að geðsvið Landsspítala Háskólasjúkrahúss, sem og Barna- og unglingageðdeild verði efld og geti sinnt eðlilegri neyðarþjónustu.

02.06 — Heilbrigðismál

Að komið verði á fót embætti umboðsmanns sjúklinga.

02.07 — Heilbrigðismál

Að forvarnir og lýðheilsa verði efld og stuðlað að því að ríkið veiti þá þjónustu.

02.08 — Heilbrigðismál

Að lyfjakostnaður verði að fullu niðurgreiddur og lyfjaverslun almennings sett á fót, með sterku gæðaeftirliti og bestu lyfjum sem völ er á.

02.09 — Heilbrigðismál

Að unnið verði samkvæmt langtímamarkmiðum í heilbrigðisþjónustu og fjármagn til heilbrigðismála og reksturs Landspítala Háskólasjúkrahúss verði í samræmi við kröfur um nútímavædda heilbrigðisþjónustu.

02.10 — Heilbrigðismál

Að byggingareglugerðum verði breytt í samræmi við ný og fjölbreytt búsetuform (samvinnubústaði, smáhýsi og nýjar útfærslur á búsetuformum).

03.01 — Húsnæðismál

Að skylda öll sveitarfélög til að tryggja lágmarksfjölda félagslegra íbúða miðað við íbúafjölda auk þess að mæta bráðavanda.

03.02 — Húsnæðismál

Að námsmönnum í háskóla-eða fagnámi verði tryggt húsnæði á nemendagörðum.

03.03 — Húsnæðismál

Að réttindi leigjenda séu tryggð og stuðlað að traustum leigumarkaði með langtímaleigusamningum og reglum um þak á leiguverði.

03.04 — Húsnæðismál

Að sett verði á laggirnar nútíma verkamannabústaðakerfi, samvinnufélög um húsnæðisbyggingar og rekstur þeirra sem og opinber leigufélög sem ekki eru hagnaðardrifin.

03.05 — Húsnæðismál

Að tekin verði upp langtíma húsnæðisstefna og nýtt húsnæðiskerfi sem tekur mið af ólíkum þörfum mismunandi þjóðfélagshópa. Hafist verði handa við mótun þeirra strax.

03.06 — Húsnæðismál

Að húsnæðisöryggi sé tryggt á öllu landinu. Öruggt húsnæði er ein grunnforsenda velferðar.

03.07 — Húsnæðismál

Að lýðræðisvæða vinnustaði og stjórn fyrirtækja.

04.01 — Lýðræðismál

Að náttúruauðlindir verði ávallt í eigu þjóðarinnar.

04.02 — Lýðræðismál

Að rekstrargrundvöllur öflugra félaga í þágu almannahagsmuna, svo sem samtökum neytenda af hvaða tagi sem er, verði tryggður.

04.03 — Lýðræðismál

Að lýðræðisvæða verkalýðsfélög og lífeyrissjóði.

04.04 — Lýðræðismál

Að aðgengi almennings að áreiðanlegum og réttum upplýsingum verði tryggt.

04.05 — Lýðræðismál

Að lýðræðismál séu hluti af grunnmenntun.

04.06 — Lýðræðismál

Að ný stjórnarskrá taki gildi hið fyrsta.

04.07 — Lýðræðismál

Að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslna séu ávallt virtar.

04.08 — Lýðræðismál

Að réttlátt kosningakerfi verði tryggt með jöfnu vægi atkvæða óháð búsetu.

04.09 — Lýðræðismál

Að jöfnuður sé hornsteinn lýðræðis.

04.10 — Lýðræðismál

Að gjöld fyrir opinbera grunnþjónustu verði afnumin. Arðurinn af auðlindum verði þjóðnýttur.

05.01 — Sameiginlegir sjóðir

Að stutt verði betur við barnafjölskyldur með hærri barnabótum.

05.02 — Sameiginlegir sjóðir

Að skattkerfið verði nýtt sem jöfnunartæki.

05.03 — Sameiginlegir sjóðir

Að skattrannsóknir og opinbert eftirlit á fjármálakerfinu verði eflt og beint í auknum mæli að fjársterkum aðilum og stórfyrirtækjum.

05.04 — Sameiginlegir sjóðir

Að námsstyrkir komi í stað lána.

05.05 — Sameiginlegir sjóðir

Að einfalda tryggingakerfið.

05.06 — Sameiginlegir sjóðir

Að sameina hin sundurleitu kerfi bóta og lífeyris í eitt almennt tryggingakerfi svo tryggja megi öllum mannsæmandi líf.

05.07 — Sameiginlegir sjóðir