Um stéttaskiptingu Íslands fyrr og síðar

Eiríkur Brynjólfsson Pistill

Það hefur löngum verið haft fyrir satt að á Íslandi hafi aldrei verið stéttskipt samfélag og að allir hafi unað hag sínum vel sem jafningjar í réttlátu samfélagi. En það þarf ekki að skoða sögu þjóðarinnar lengi til að sjá að þetta er alrangt.

Byrjun á byrjuninni. Á Íslandi til forna ríkti veldi þrælaeigenda. Það þýddi að þjóðin skiptist í tvennt, þrælaeigendur og þræla. Það var megin stéttamóthverfan í landinu allt frá landnámi og fram á 12. og 13. öld.

Landnámsmennirnir komu flestir frá Noregi og höfðu með sér þræla til landsins. Þrælarnir unnu alla vinnu sem unnin var í landinu. Þeir voru undirstaða fæðuöflunar og önnuðust alla ræktun eins og í öðrum ríkjum þar sem þræleigandur réðu ríkjum. Eigendur þrælanna, yfirstéttin í landinu, lék sér við að vega mann og annan og semja lög um eignir sínar og völd. Meðal annars um meðferð á þrælum. Og ferðast til útlanda og leika sér eins og til að mynda Egill Skallagrímsson hafði svo gaman af. Enda hefur hann örugglega hvorki haft áhuga né þekkingu á bústörfum. Þrælar hans sáu um þá hlið tilverunnar.

Yfirstéttin skapaði reyndar líka og varðveitti bókmenntir.

Ingólfur Arnarson var þrælaeigandi eins og fóstbróðir hans Hjörleifur en þrælar hans drápu hann. Hvor um sig átti tíu þræla að því er segir í Landnámu. Hjörleifur átti einn uxa en lét þræla sína draga plóginn og honum hefndist fyrir það. Eigendur þræla máttu fara með þá eins og þeim sýndist. Að vísu var bannað að drepa þræla á jólum og sunnudögum eftir kristnitökuna árið 1000. Mikil framför í mannréttindum á Íslandi!

Ýmislegt bendir til að þrælarnir hafi komið frá Írlandi sem þeir norsku hertóku á leiðinni frá Noregi. Um það vitna ýmis orð í íslensku af írskum uppruna sem tákna illan aðbúnað og skemmdan mat. Dæmi um slík orð eru kraðak um illan og vondan aðbúnað, skjaðak um skemmdan mat og sögnin að þústa sem merkir að fara illa með einhvern, berja eða slá.

Landnámsmennirnir komu með marga þræla með sér og þrælarnir voru örugglega miklu fleiri heldur en frjálsir menn enda þurftu þeir að vinna fyrir þá sem fyrr var sagt. Til að mynda voru þeir fóstbræður Ingólfur og Hjörleifur með að minnsta kosti tíu þræla hvor og Geirmundur heljarskinn var með 120 leysingja sem gat verið annað orð yfir þræl. Ef taldir eru saman eigendur þræla og þrælar í Landnámu átti hver eigandi tvo þræla að meðaltali en gáum þá að því að ekki var minnsta á þræla nema þeir gerðu eitthvað sérstakt. Svo sem að drepa Hjörleif.

Og munum að það voru þrælar Ingólfs sem fundi súlurnar hans í Reykjavík. Þannig að feður Reykjavíkur voru þrælar.

En hvað kemur þetta sósíalisma og nútímanum við?

Pínulítið og reyndar ekki nema nokkur hundruð ár því þetta er hluti af þjóðfélagsþróun sem hélt áfram. Af hverju er ekkert þrælahald lengur við lýði? Þrælarnir fengu smámsaman frelsi. Það var alls ekki vegna góðmennsku eigendanna heldur að samfélagslegri þörf.

Þrællinn hafði alls ekki neina gleði af vinnu sinni þótt hann væri undirstaða alls. Það færði honum enga ánægju. Hann fékk að launum lélegan aðbúnað, skemmdan mat og það mátti slátra honum hvenær sem var nema á tyllidögum eftir kristnutöku. Auk þess gerðu þrælar uppreisnir svo enn sé vitnað í Hjörleif og örlög hans.

Vinna þrælanna dugði ekki til að framfleyta vaxandi fjölda landsmanna

En þrælaeigendurnir skildu þetta fyrir rest, þeir gátu ekki pínt nægilega vinnu úr þrælum sem áttu enga von um framtíð. Þræleigendur voru orðnir tálmun fyrir framfarir. Þeir vildu fá meira fyrir vinnuafl þrælanna og það var ekki hægt við óbreytt ástand.

Þrælaeiegndur gáfu þrælum frelsi og landskika og þeir fengu að vinna fyrir sjálfa sig kannski svo sem eins og einn dag í viku en restina fyrir fyrrum eiganda sinn. Þællinn breyttist í leiguliða eða öllu heldur ánauðugan bónda eins og það hét síðar með réttu.

Svona gekk þetta fram eftir öldum.

Ánauðugi bóndinn var reyndar alla tíð bundinn við þúfuna sína en nýja yfirstéttin, sem átti allt landið, hafði nóg annað gera. Hún varð að embættismönnum, kaupmönnum og ýmsu öðru. Og hafði ekkert að gera nema eiga land!

Og núna varð til aukaleg vara því ánuðugi bóndinn framleiddi meira en þörf var fyrir hjá honum og landeigandanum. Þessum afgangi þurfti að koma í verð. Matur, fuglar, bfrennisteinn. Allt afrakstur vinnu ánauðuga bóndans en eign landeigandans.

Yfirstéttin gat ómögulega verið bara í vellystingum í Reykjavík og Viðey með agentum kóngsins. Fór að leita eftir öðru eins og að að selja úr landi vörur á borð við fálka og brennistein og það varð til millistétt gerði þetta.

Og honum Skúla Magnússyni datt í hug að búa til innréttingar í Reykjavík. Reyndar var fyrirtækið búið til af embættismönnum á Þingvöllum árið 1751 og hét Hið íslenska hlutafélag. Það átti að framleiða ýmislegt sem ánauðugir bændur gátu ekki en iðjulausir synir yfirstéttarinnar höfðu nægan tíma til. Einn var einmitt áður nefndur Skúli fógeti, líklega fyrsti kapítalistinn i Reykjavík. Faðir Reykjavíkur! Og líka sá sem fyrstur rak mann úr vinnu fyrir engar sakir.

Nýja yfirstéttin varð til, borgarastéttin. Stéttin sem á allt en býr ekkert til. Eins og yfirstéttir gera alltaf. Og nærist á vinnu alþýðunnar. Og hún er afkomendur þræla, ánauðugra bænda og er verkafólk nútímans!

Svo fór nýja yfirstéttin að skoða fiskinn í sjónum. Þar voru verðmætin. Og hluti hennar eignaðist fiskinn í sjónum.

Þarf ég að skrifa fleira? Restin af sögunni er eign auðmanna sem við getum kallað kapítalista, atvinnurekendur eða hvað sem er. Þeir er jafnmiklir arðræningjar og þrælaeigendur og jarðeigendur fyrri ára. Og jafn vita gagnlausir og ónauðsynlegir.

Þeir eiga landið og miðin – eiga bara – en gera ekkert nema eiga. Fengu það að gjöf frá þeim sem stjórna landinu í umboði atvinnurekendanna.

En þeir sem framleiða og búa til öll verðmætin geta líka átt allt í sameiningu og stjórnað fyrirtækjum og landinu. Það er alþýða þessa lands. Vinnandi fólk.

Íslenskir sósíalistar hljóta að stefna að því að afnema hina ónauðsynlegu stétt auðmanna og leiða alþýðuna til valda.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram