Hvað skal gera í kosningum?

Tilkynning Frétt

Í dag var félagsfundur Sósíalistaflokksins um nýboðaðar kosningar. Flokkurinn hefur sett á laggirnar málefnahópa sem eru langt komnir með fyrstu stefnudrög sín. Einnig er byrjuð vinna í hverfahópum sósíalista, svokölluðum sellum, til að rækta tengsl flokksmanna. Vöxtur flokksins og starf hans beinist að því að gefa flokksmönnum sjálfum sem mest vald. Mótun flokksins er hinsvegar ekki lokið, og með þeirri undirbyggingu sem er til staðar nú þyrfti talsverða handstýringu til að koma framboði á laggirnar í tæka tíð fyrir þingkosningar.

Sextíu manns mættu og ræddu málin af hlýju og krafti. Talað var um þá möguleika sem eru í stöðunni og stór hluti fundargesta steig í pontu að tjá hug sinn. Ákveðið var að yfirvega og rannsaka þá kosti sem liggja fyrir og ljúka fundi á laugardaginn klukkan fimm.

Einnig var ákveðið, í ljósi tímasetningar kosninga, að færa Sósíalistaþingið til 18. nóvember, svo það liggi ekki of nærri kjördegi.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram