Félagsfundur hjá sósíalistum

Tilkynning Frétt

Félagsfundur í Sósíalistaflokki Íslands verður haldinn í Rúgbrauðsgerðinni Borgartúni 6 laugardaginn 25. nóvember. Þar verður rætt um skipulag flokksins næsta starfsár og dagsetning og dagskrárdrög Sósíalistaþings borin upp til samþykktar.

Dagskrá fundarins er svohjóðandi:

1 · Kynning á tillögu bráðabirgðastjórnar um skipurit og starfshætti flokksins sem borin verði upp til samþykktar á Sósíalistaþingi.
2 · Samþykkt dagsetningar og dagskrárdraga fyrir Sósíalistaþing í samræmi við samþykktir flokksins og verkumboð bráðabirgðastjórnar frá stofnfundi.
3 · Kjör starfshópa og stjórna sem starfa munu fram að Sósíalistaþingi.
4 · Önnur mál.

Hér má sjá viðburð fundarins á Facebook.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram