Áfram rætt um framboð

Tilkynning Frétt

Á Sósíalistaþingi á laugardaginn 20. janúar var rætt um mögulegt framboð flokksins til sveitastjórna í vor. Mikill fjöldi fundarmanna tók til máls. Margir vildu bjóða fram og töldu flokkinn eiga brýnt erindi í sveitastjórnir, sem færu með mörg mikilvæg hagsmunamál launafólks og almennings. Aðrir vildu að flokkurinn legði áherslu á verkalýðsfélög og önnur almannasamtök á næstu mánuðum og óttuðust að framboð myndu dreifa kröftum og athygli. Enn aðrir vor beggja blands. Fjölmörg sjónarmið voru reifuð um erindi sósíalista, baráttuaðferðir, áherslur og möguleika til áhrifa.

Sósíalistaþing fól framkvæmdastjórn að ýta undir umræður flokksmanna um framboð, sækja sjónarmið sem flestra og boða fljótlega til félagsfundar þar sem ákvörðun yrði tekin um framboð til sveitastjórna.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram