Jöfnuður og velferð í heimabyggð

Tilkynning Frétt

Sósíalistaflokkur Íslands býður til opins félagsfundar miðvikudagskvöldið 31. janúar um erindi sósíalista við sveitarstjórnarmál. Hvaða tækifæri hafa sveitastjórnir til að vinna að jöfnuði, styrkja velferð og standa vörð um félagslegt réttlæti?

Þau Arnþór Sigurðsson, Þorleifur Gunnlaugsson og Margrét Pétursdóttir, sem öll hafa reynslu af sveitarstjórnarmálum, munu halda stuttar framsögur og að því búnu verður efnt til opinnar umræðu.

Fundarstjóri er Sólveig Anna Jónsdóttir.

Staðsetning: The Tin Can Factory (Dósaverksmiðjan), Borgartúni 1 (jarðhæð), 101 Reykjavík

Tími: Miðvikudagurinn 31. janúar kl. 20:00-22:00

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram