Á Sósíalistaflokkurinn að bjóða fram í vor?

Tilkynning Frétt

Nú er komið að stund ákvörðunar: Á Sósíalistaflokkurinn að bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum í vor? Ef svo; í hvaða sveitarfélögum? Á hvað á flokkurinn að leggja áherslu? Hvernig birtist stéttabarátta í sveitastjórnum? Og hvernig á flokkurinn að heyja kosningabaráttuna?

Á Sósíalistaþingi í lok janúar var rætt um mögulegt framboð og komu fram margskonar sjónarmið. Ákveðið var að efna til umræðu meðal félagsmanna og taka svo upp þráðinn að nýju á almennum félagsfundi. Til að þroska umræðuna hafa verið haldnir fundir í hverfum Reykjavíkur og í stærstu sveitarfélögunum. Þegar kemur að fundinum í Rúgbrauðsgerðinni hafa verið haldnir 13 slíkir fundir á 13 dögum.

Fundurinn um framboð til sveitastjórna hefst kl. 14 sunnudaginn 18. febrúar. Hann er haldinn í Rúgbrauðsgerðinni og hefst kl. 14. Fundurinn skiptist í almennar umræður og samtal og úrvinnslu í smærri umræðuhópum.

Sjá viðburðinn á Facebook hér.

Samhliða umræðum um framboð verður rætt um sellur og málefnastarf flokksins, en hvort tveggja mun vega þungt í framboði ef af verður.

Allir félagar í Sósíalistaflokknum geta sótt fundinn og tekið þátt í honum, líka þau sem ganga í flokkinn á staðnum.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram