Stefna Sósíalistaflokks Íslands í vinnumarkaðsmálum

Tilkynning Frétt

Stefna Sósíalistaflokks Íslands í vinnumarkaðsmálum er:

 • að grunntaxti lágmarkslauna sé aldrei undir viðurkenndu framfærsluviðmiði.
 • að ríki og sveitarfélög séu ekki leiðandi í láglaunastefnu.
 • að hækka skattleysismörk svo að ekki sé greiddur tekjuskattur af launum og lífeyri, sem ekki
  dugar fyrir framfærslu.
 • að atvinnuþáttaka skerði ekki lífeyri eða aðrar bætur.
 • að stuðla að samfélagslegum jöfnuði með auknu lýðræði á vinnumarkaði.
 • að stuðla að stofnun samvinnufélaga í formi lýðræðislegra fyrirtækja í eigu starfsfólks.
 • að starfsfólk fái forkaupsrétt á vinnustöðum sínum.
 • að fólk hafi eignarrétt á vinnuframlagi sínu.
 • að auka lífsgæði og stuðla að manneskjuvænna samfélagi með 32 stunda vinnuviku.
 • að standa vörð um lýðræði í stéttarfélögum og virkni félaga.
 • að einungis sjóðsfélagar skipi stjórnir lífeyrissjóða.

Aðilar vinnumarkaðarins, hvort hins almenna eða hins opinbera, skuli ætíð hafa viðurkennd
framfærsluviðmið að viðmiði í lágmarksgrunntöxtum, sem samið er um.

Koma skal í veg fyrir að ríki og sveitafélög útvisti tilteknum starfssviðum (t.d. þrifum og mötuneyti)
innan vinnustaða sinna og ráði þess í stað starfsfólk til langtíma, sem sinni þessum störfum á sömu
kjörum og með sömu réttindi og aðrir opinberir starfsmenn.

Lífeyrisþegar og aðrir þeir, sem vilja og geta unnið hlutastörf eiga ekki að horfa fram á lakari kjör fyrirvinnuframlag sitt, svo koma megi í veg fyrir að fólk lendi í fátækrargildru.

Auka verður aðkomu starfsfólks að ákvörðunartöku fyrirtækja og gefa því aukna hlutdeild í arði þeirra.

Leitast skal við að starfsfólk eigi fulltrúa í stjórn vinnustaða sinna og stefnt að stofnun samvinnufélaga í
formi lýðræðislegra fyrirtækja í eigu starfsfólks.

Við eignarskipti eða gjaldþrot fyrirtækja, hafi starfsfólk ávallt forkaupsrétt á fyrirtækinu.

Stofnun lýðræðislegra fyrirtækja verði auðvelduð m.a. Með skattaívilnunum og hagstæðum
rekstrarlánum. Hlutafélögum verði jafnframt gefinn kostur á að breyta sér í samvinnufélög og fá þá
aðgang að sömu ívilnunum og lánum. Við stofnun samvinnufélaga þurfi aðeins tvo einstaklinga.

Fólk skal hafa eignarrétt á vinnuframlagi sínu og lög sem hefta verkfallsrétt afnumin.
Standa skal vörð um lýðræði í stéttafélögum m.a. með ákvæðum um hámarksetu í stjórnum/nefndum og
efla virkni félaga.

Stjórnir lífeyrissjóða skuli ávallt vera skipaðar sjóðsfélögum, sem í þá greiða eða hafa greitt í þá og unnið
sér réttindi og engum öðrum.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram