Sósíalistar fordæma ofurlaun bæjarstjórans

Frétt Frétt

Það er forkastanlegt hvernig bæjarstjórinn í Kópavogi hefur skammtað sér launin á liðnu kjörtímabili. Laun hans hafa hækkað um 612 þúsund á mánuði. Sjálfsagt lítur hann á þessa launahækkun sem verðlaun fyrir vel unnin störf í þágu bæjarbúa. Því fer hins vegar víðsfjarri að bæjarstjórinn hafi staðið sig svona vel. Það má til dæmis sjá af versnandi þjónustu við aldraða, í leikskólum og grunnskólum og ekki síður á löngum biðlisti eftir félagslegu húsnæði. Hvert sem litið er í velferðarþjónustunni í Kópavogi er skammtað naumt og fjármagn skorið við nögl. Mörgu fólki sem starfar hjá Kópavogsbæ gengur erfiðlega að láta enda ná saman, enda er því boðið upp á sultarlaun fyrir fullan vinnudag. Þau lægst launuðustu eru í heila tvo mánuði að vinna sér inn fyrir þeirri launahækkun sem bæjarstjórinn skammtar sér í hverjum mánuði og heila átta mánuði að vinna sér inn fyrir einum mánaðarlaunum bæjarstjórans.

Framkoma af þessu tagi er ekki boðleg, að hækka sín eigin laun en bjóða láglaunafólkinu sem vinnur hjá bænum að lifa við fátæktarmörk. Frambjóðendur sósíalista í Kópavogi fordæma þessi vinnubrögð og krefjast þess að launahækkun bæjarstjórans verið tekin strax til baka.

Fyrir hönd frambjóðenda sósíalista í Kópavogi
Arnþór Sigurðsson

Hér má sjá hversu lítið Kópavogsbær hefur gert á kjörtímabilinu til að mæta húsnæðiskreppunni. Súlurnar sýna fjölgun félagslegra íbúða í Kópavogi 2003-2017. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar tók við 2014.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram