Þinn tími er kominn – Valdið til fólksins

Haukur Arnþórsson Pistill

Sósíalistaflokkurinn hefur sett fram slagorðið „þinn tími er kominn“ sem er með innlenda og alþjóðlega skírskotun. Hann segir einnig „valdið til fólksins“. Þá er eðlilegt að spyrja: tími hvers er kominn og hverjir eru fólkið sem á að sækja sér vald?

Sósíalistaflokkurinn hefur einnig verið að benda á að til sé „hin Reykjavík“. Þá er átt við að til sé fólk sem ekki hefur rödd í samfélaginu, er ekki í fjölmiðlum og hefur ekki ítök í þeim og er ekki á Alþingi eða í stjórnkerfinu. Því síður hefur það verið hluti af verkalýðsforystunni fyrr en alveg nýverið. Hér er um að ræða tugi þúsunda, kannski á annað hundrað þúsund manns ef vel er að gáð. Það er á lágum launum, er ofurskattað, býr í heilsuspillandi húsnæði og/eða við okurleigu, er á lífeyri og þarf að una skerðingum og jafnvel endurgreiðslum til Tryggingastofnunar – og notar almenningssamgöngur.

Sósíalistaflokkurinn gerir kröfur um að valdaleysi þessa fólks linni og að tíminn til að sækja sér vald sé núna.

Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram