Verkalýðsráð sósíalista hefur starfsemi

Ritstjórn Frétt

Á félagsfundi Sósíalistaflokks Íslands, sem haldinn var 19. janúar 2019, var samþykkt að setja á laggirnar verkalýðsráð flokksins. Óskaði var eftir því á fundinum að félagar gæfu sig fram til starfans og var eftirfarandi ályktun samþykkt:

VERKALÝÐSRÁÐ SÓSÍALISTA

Eftirtalið fólk hefur boðið sig fram til að byggja upp verkalýðsráð innan Sósíalistaflokksins. Félagsfundur felur því að efla umræðu um verkalýðsmál innan flokksins og laða félagsmenn og aðra til þeirrar umræðu og leggja til við næsta Sósíalistaþing með hvaða hætti verkalýðsumræðu og –starfi verði háttað innan flokksins. Fundir þessa undirbúningshóps verða haldnir í Borgartúni 1, 2. hæð, á mánudagskvöldum kl. 8. Allir félagar í Sósíalistaflokknum eru hvattir til að mæta á fundi verkalýðsráðsins og taka þátt í uppbyggingu þess.

Félagar í undirbúningshópi að stofnun verkalýðsráðs: Agnes Erna Estherardóttir, Andrea Helgadóttir, Ágúst Valves Jóhannesson, Ásdís Helga Jóhannesdóttir, Ásgrímur Jörundsson, Baldvin Björgvinsson, Birna Eik Benediktsdóttir, Daníel Örn Arnarsson, Einar M Atlason, Erna Hlín Einarsdóttir, Friðrik Boði Ólafsson, Kjartan Niemenen, Kolbrún Valvesdóttir, Reinhold Richter, Rúnar Einarsson, Sigríður Svanborgardóttir, Sigurður H. Einarsson, Vésteinn Valgarðsson og Þorvaldur Þorvaldsson.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram