Sósíalistakaffi: Hver ber ábyrgð á húsnæðiskreppunni?

Ritstjórn Frétt

Sósíalistakaffi 13. febrúar: Hver ber ábyrgð á húsnæðiskreppunni í Reykjavík; heimilisleysi þúsunda, fjölda heimila í ósamþykktu húsnæði, sífellt hækkandi leiguverði og offramboði á lúxusíbúðum fyrir fólk sem er í engum vanda en algjörum skorti á húsnæði fyrir þau sem eru vanda?

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, kynnir tillögur sósíalista til lausnar húsnæðiskreppunni og kallar eftir fleiri tillögum, aðgerðum og öðru sem getur fengið borgaryfirvöld til að vakna.

Magga Stína, formaður Leigjendasamtakanna, ræðir stöðu leigjenda, Jón Rúnar Sveinsson, fjallar um stöðu fólk sem býr í iðnaðarhúsnæði og ósamþykktu íbúðarhúsnæði og Pálína Sjöfn Þórarinsdóttir, formaður Félags leigjenda hjá Félagsbústöðum, segir frá félaginu.

Allir sósíalistar, leigjendur, heimilislausir og annað fólk fast í afleiðingum húsnæðiskreppunnar og áhugafólk um réttlæti og jöfnuð er hvatt til að mæta, hlusta á Sönnu og ræða við hana um húsnæðisvandann og lausnir á honum

Samtalið hefst klukkan 20 í Dósaverksmiðjunni, Borgartúni 1., húsið opnar kl. 19:30. Kaffi, te, pólitík og góður félagsskapur.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram