Hádegismótmæli nr. 2: Lækkið laun bankastjórans

Ritstjórn Frétt

Boðað er til annara hádegismótmælanna við höfuðstöðvar Landsbankans kl. 12:10 mánudaginn 18. Febrúar.

Bankaráð Landsbankans, sem er í eigu almennings, hækkaði laun bandastjórans um 80% svo nú hefur hún laun á við ellefu bankagjaldkera. Sjálftaka elítunnar er óþolandi, vaxandi misskipting í samfélaginu er óþolandi, það er óþolandi að fámennur hópur geti skammtað sér há laun á sama tíma og aðrir fá svo lág laun að þau duga ekki fyrir framfærslu út mánuðinn.

Sýnum samstöðu og mætum til hádegismótmæla við Landsbankann við Austurstræti 11, mótmælum ákvörðun bankaráðs og krefjumst þess að laun bankastjórans verði lækkuð aftur. Lækkið laun bankastjórans!

Mótmælin byrja klukkan 12:10 og þeim verður lokið klukkan 12:50. Fólk getur því skotist frá í matarhléinu og varið því til að krefjast réttlætis.

Fylgist með, brátt verður boðað til hádegismótmæla nr. 3

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram