Útifundur: Við styðjum baráttu lágalaunakvenna

Ritstjórn Frétt

Láglaunakonur sem þrífa hótelin í Reykjavík munu hefja eins dags verkfall að morgni 8. mars, á baráttudegi kvenna. Sýnum samstöðu okkar í verki og hittum þær á Lækjartorgi í hádeginu þann dag, föstudaginn 8. mars kl. 12:00; skjótumst úr vinnunni eða skrópum, sýnum stuðning við þessa baráttu. Kvennabarátta er stéttabarátta og stéttabarátta er kvennabarátta.
 
Efnahagslegt sjálfstæði er frumskilyrði þess að konur fái notið ávaxta kvennabaráttu undanfarinna áratuga. Láglaunastefnan heldur stórum hópi kvenna niðri, kúgar þær og sviptir þær frelsinu.
 
Baráttufólk munu ávarpa fundinn: Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Anna Marta Marjankowska, stjórnarmaður í Efingu, Zsófia Sidlovits, trúnaðarkona hótelþerna, Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður Öryrkjabandalagsins og fleiri. Mætið með gula gúmmíhanska á hægri hendi til að steyta hnefa og taka með því undir kröfur láglaunakvenna um jafnrétti og jöfnuð.
 
Fundurinn byrjar kl. 12:00 og verður búin kl. 12:45. Hann er friðsamur og barnvænn, baráttuglaður og hlýr.
 
Veðurspáin er bjartviðri, svalt og stillt; vetrarstillur í Reykjavík.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram