Vér mótmælum öll!

Ritstjórn Frétt

Hverju eigum við að mótmæla og hvernig? Hvernig getur almenningur best beitt stjórnvöld þrýstingi?

Allt áhugafólk um mótmæli og réttlátt samfélag er hvatt til að koma og taka þátt í samtalinu, gefa sig fram til starfa og undirbúnings fyrir mótmæli næstu vikna. Fulltrúar frá ýmsum grasrótarhópum deila reynslu sinni af mótmælum; Gulu vestin, Jæja, Endurreisn verkalýðshreyfingarinnar o.s.frv.

Farið verður yfir mótmæli síðustu vikna og fleiri slík skipulögð, Hungurgangan í mars undirbúin.

Sjá viðburðinn á Facebook:

Samtalið hefst klukkan 13 í Dósaverksmiðjunni, Borgartúni 1., húsið opnar kl. 12:30. Kaffi, te o.fl. í boði.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram