Sósíalistakaffi: Staða eftirlaunafólks og öryrkja í borginni

Ritstjórn Frétt

Kjörnefnd Sósíalistaflokksins og borgarstjórnarflokkur hans bjóða í sósíalistakaffi í Dósaverksmiðjunni Borgartúni 1 miðvikudagskvöldið 8. maí klukkan átta. Umfjöllunarefnið er staða eftirlaunafólks og öryrkja í borginni. Hvað getur Reykjavíkurborg gert til að bæta stöðu öryrkja og eldri borgara? Hverjar eru skyldur sveitarfélaga gagnvart fólki sem hefur tekjur sem ekki duga fyrir framfærslu? Er þjónusta borgarinnar við þessa hópa næg, heyrist rödd þeirra innan borgarkerfisins og þeirra stofnana sem eiga að þjóna þessum hópum og er nægt tillit tekið til þeirra við skipulag og rekstur borgarinnar.

Þrátt fyrir að áhersla verði lögð á stöðuna í borginni og ábyrgð Reykjavíkurborgar einskorðast fundurinn ekki við borgina, heldur verður fjallað um stöðu þessara hópa almennt

Frummælendur verða: Bergþór Sóleyjarson, stjórnarmaður hjá Geðhjálp, Rósa María Hjörvar, formaður málefnahóps Öryrkjabandalagsins um kjaramál, Margrét Sölvadóttir pistlahöfundur um stöðu eldri borgara og Wilhelm Wessman eftirlaunamaður fjallar um málsókn Gráa hersins á hendur ríkinu og stöðu eldri borgara í kjölfar kjarasamninganna.

Borgarfulltrúar sósíalista munu taka þátt í umræðunni: Sanna Magdalena Mörtudóttir og Daníel Örn Arnarsson.

Sjá viðburðinn á Facebook: Sósíalistakaffi: Staða eftirlaunafólks og öryrkja í borginni

Húsið opnar klukkan 7:30. Kaffi, te og meðlæti fæst gegn hóflegu gjald. Fundurinn hefst klukkan 20 og verður lokið 21:30. Sósíalistakaffi er haldið í Dósaverksmiðjunni, Tin Can Factory, í Borgartúni 1.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram