Lófaklapp hækkar ekki launin!

Sósíalískir femínistar Frétt

Enn erum við í þeirri stöðu að kvennastétt berst fyrir sanngjörnum launum. 

Það má spyrja hvað felst í sanngjörnum launum. Á að miða við menntun? Vinnuálag? Ábyrgð? Skorti á fólki í tiltekna stétt? Hjúkrunarfræðingar uppfylla svo sannarlega öll þessi atriði án þess að viðsemjendur þeirra virði þau. Það má jafnvel spyrja hvort skortur á starfandi hjúkrunarfræðingum verði ekki leiðréttur með eðlilegum launasamningum.

Við höfum aldeilis fengið að finna fyrir því á þessu misseri hversu mikilvæg stétt hjúkrunarfræðinga er samfélagi okkar. Hjúkrunarfræðingar á heilsugæslum og spítölum eru yfirlýstar hetjur; það er klappað fyrir þeim og jafnvel kveikt á kertum fyrir þá. Hins vegar er ekki hægt að borga þeim laun í samræmi við það. 

Nei, rétt eins og flugfreyjur/liðar hlýtur stéttin að vera uppbyggð af tilætlunarsömum frekjum, konum, sem átta sig ekki á því hvernig landið liggur, hvar valdið liggur. Það eru ekki til peningar til að borga meira, ekki til hjúkrunarfræðinga. Þið eruð bara hetjurnar okkar, ekki forstjórar!

Ef þú velur þér starf eins og hjúkrun áttu að gera þér grein fyrir því að þú færð aldrei mannsæmandi laun, þú færð aldrei sanngjörn laun. Þú valdir þér þetta! Fólk sem velur að fara í hjúkrunarfræði gerir það af hugsjón, rétt eins og þeir sem velja að læra kennarann eða sjúkraliðann. Fólk vill hafa áhrif í sínu samfélagi til góðs. En að það fái borgað í samræmi við það er talin alger firra. 

Það er lágmark að hjúkrunarfræðingar, sem og aðrar stéttir geti gengið með stolti til sinnar vinnu, borið höfuðið hátt og haft mat á borðinu heima hjá sér. Þá á hrein dagvinna að duga fyrir mannsæmandi launum. Það að vinna á kvöldin, næturnar og/eða um helgar á að vera val sem launað er aukalega, ekki nauðsyn. Hætt er við því að starfsfólk sem neyðist til þess brenni fljótt út.

Nú á að fjölga plássum í hjúkrunarfræði í bæði HA og HÍ sem er vel en það skýtur skökku við að í miðri kjarabaráttu stéttarinnar á að leggja stórfé í það að mennta fleiri hjúkrunarfræðinga, en það er ekki hægt að hnika neinu til þegar kemur að því að halda þeim sem eru nú þegar til staðar ánægðum í sínu starfi?

Hjúkrunarfræðingar hafa fengið nóg, og við sem samfélag ættum að vera löngu búin að fá nóg. Ítrekað sjáum við sömu baráttuna hundsaða af valdhöfum með sömu aumkunarverðu afsökununum. Við krefjumst þess að hjúkrunarfræðingum séu greidd mannsæmandi og réttlát laun fyrir alla þá ábyrgð sem hvílir á þeim. Við,undirrituð, erum sósíalískir femínistar og lýsum yfir fullum stuðningi við baráttu hjúkrunarfræðinga. 

Það eru til peningar fyrir hjúkrunarfræðinga!

Alda Lóa Leifsdóttir

Andri Sigurðsson 

Arna Þórdís Árnadóttir

Arndís Jónasdóttir

Ása Kolbrún

Ása Lind Finnbogadóttir

Bára Jóhannesdóttir Guðrúnardóttir

Bogi Reynisson

Candice Michelle Goddard

Davíð Husby

Elísabet Einarsdóttir

Elísabet Ýr Atladóttir

Elva Dögg Blumenstein

Erna Hlín

Halldóra Jóhanna Hafsteinsdóttir Âû 

Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Katrín Baldursdóttir

Laufey Ólafsdóttir

Margrét Rósa Sigurðardóttir

María Pétursdóttir 

Ragna Björg Björnsdóttir 

Sigurlaug Lára Ingimundardóttir

Stefnir Benediktsson

Unnur Rán Reynisdóttir

Valkyrja Helga Stefáns Guðrúnardóttir

Ynda Eldborg

 

.

 

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram