Getur þú hjálpað mér?

Katrín Baldursdóttir Pistill

Kona kemur buguð inn á skrifstofu síns stéttarfélags og biður um hjálp. Hún segist vera búin að fá nóg, hún geti ekki meir. Hún hafi í langan tíma orðið fyrir kynferðislegri áreitni á sínum vinnustað af hendi yfirmanns. „Getur þú hjálpað mér”, spyr hún starfsmanninn sem tekur á móti henni.

Svona dæmi eru raunveruleg. Stéttarfélögin taka á móti konum sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað, jafnvel svo árum skiptir. Og mjög oft er það yfirmaðurinn eða eigandi fyrirtækisins sem hún starfar hjá sem er gerandinn.

Lýsingarnar er ófagrar og aðferðirnar oft lúmskar. Þukl, andað ofan í hálsmál, nudd utan í líkama, halla sér yfir og króa af, snerta kynferðislega, flauta á eftir einstaklingi, SMS-sendingar með óviðeigandi skilaboðum, kynferðislegar augngotur, hegðun með kynferðislegum skilaboðum, þrýstingur um kynferðislegan greiða, persónulegar spurningar um kynferðisleg mál, athugasemdir um klæðaburð eða útlit með kynferðislegu ívafi og allt upp í faðmlög, kossa og nauðgun.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram