Hvernig er Ísland í dag?

Brynja Siguróladóttir Pistill

Afhverju er þetta litla land okkar svona eins og komið er? Hvar er samstaðan um að allir geti lifað mannsæmandi lífi í þessu auðuga landi? Hvar er væntumþykjan og kærleikurinn sem öll siðuð samfélög þurfa svo á að halda? Af hverju er það okkur ofviða að byggja og búa í einu landi fyrir alla? Líka fyrir öryrkja, fyrir aldraða, fyrir þá lægst launuðu – og okkar minnstu systkin! Græðgi og peningahyggja hafa allt of mikið tekið yfir og peningaöfl eru ráðandi.

Ég þekki af eigin raun fátækt og basl sem einstæð móðir fjögurra bara. Ég vann umönnunarstörf, við ræstingar og ýmis þjónustustörf um kvöld og helgar. Ekki gekk mér að ná endunum saman. Ég fór á milli stofnana til að leita mér aðstoðar við að ná endunum saman. Ég missti íbúð. Samt gerði ég alltaf mitt besta.

En er hægt að breyta þessu? Því að fólk sem býr ekki við bestu aðstæður eða skilyrði nái ekki endum saman?

Ísland er ríkt land. Ýmislegt er hægt að gera. Byrja má á því að auðlindirnar okkar verði gerðar að þjóðareign. Notum í þágu þjóðarinnar allrar en ekki bara nokkurra fjölskyldna sem vita ekki aura sinna tal. Berjumst fyrir þeim minni máttar sem eiga sér fáa málsvara og eiga erfitt með að svara fyrir sig eða bera hönd fyrir höfuð sér. Er ekki kominn tími til að breyta þessu og gera Ísland land allra?

Byrjum á því að kjósa flokkinn sem vill þessar breytingar refjalaust! Það er Sósíalistaflokkurinn.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram